Palhinha hetja Fulham | Sigurganga Newcastle á enda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 17:30 Fulham vann góðan sigur í dag. John Walton/Getty Images Fimm af sex leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Crystal Palace vann góðan útisigur á Bournemouth, Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton. Þá gerði Newcastle United markalaust jafntefli við Leeds United. Þar á undan hafði Manchester United unnið Úlfana en nágrannar þeirra í City náðu aðeins jafntefli gegn Everton. Crystal Palace skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og gerði í raun út um leikinn gegn Bournemouth. Jordan Ayew skoraði á 19. mínútu og Eberechi Eze skoraði á 36. mínútu. Michael Olise lagði upp bæði mörkin. Staðan 0-2 í hálfleik sem og þegar flautað var til leiksloka. Palace er í 11. sæti með 22 stig eftir 16 leiki á meðan Bournemouth er í 15. sæti með 16 stig. FULL-TIME AFC Bournemouth 0-2 Crystal PalaceJordan Ayew and Ebere Eze s first-half goals win the three points for Patrick Vieira s side#BOUCRY pic.twitter.com/6X1KguVvGO— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton í Lundúnum. James Ward-Prowse varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik en skoraði í rétt mark í síðari hálfleik og stefndi allt í 1-1 jafntefli. Joao Palhinha var ekki sama sinnis og tryggði Fulham 2-1 sigur með marki undir lok venjulegs leiktíma. Í uppbótartíma fékk Aleksandar Mitrović tækifæri til að endanlega tryggja sigurinn en Gavin Bazunu varði þá vítaspyrnu hans. Sigurinn lyftir Fulham upp í 7. sæti með 25 stig að loknum 17 leikjum. Southampton er á botninum með 12 stig að loknum 17 leikjum. Þá tókst Newcastle og Leeds ekki að skora svo leiknum lauk með markalausu jafntefli. Newcastle hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir leik dagsins. FULL-TIME Newcastle 0-0 LeedsLeeds hold firm to deny Newcastle a seventh consecutive #PL win#NEWLEE pic.twitter.com/0ml23Nb7x3— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Eftir leiki dagsins er Newcastle United í 3. sæti með 34 stig að loknum 17 leikjum á meðan Leeds er í 14. sæti með 16 stig að loknum 16 leikjum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Crystal Palace skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og gerði í raun út um leikinn gegn Bournemouth. Jordan Ayew skoraði á 19. mínútu og Eberechi Eze skoraði á 36. mínútu. Michael Olise lagði upp bæði mörkin. Staðan 0-2 í hálfleik sem og þegar flautað var til leiksloka. Palace er í 11. sæti með 22 stig eftir 16 leiki á meðan Bournemouth er í 15. sæti með 16 stig. FULL-TIME AFC Bournemouth 0-2 Crystal PalaceJordan Ayew and Ebere Eze s first-half goals win the three points for Patrick Vieira s side#BOUCRY pic.twitter.com/6X1KguVvGO— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton í Lundúnum. James Ward-Prowse varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik en skoraði í rétt mark í síðari hálfleik og stefndi allt í 1-1 jafntefli. Joao Palhinha var ekki sama sinnis og tryggði Fulham 2-1 sigur með marki undir lok venjulegs leiktíma. Í uppbótartíma fékk Aleksandar Mitrović tækifæri til að endanlega tryggja sigurinn en Gavin Bazunu varði þá vítaspyrnu hans. Sigurinn lyftir Fulham upp í 7. sæti með 25 stig að loknum 17 leikjum. Southampton er á botninum með 12 stig að loknum 17 leikjum. Þá tókst Newcastle og Leeds ekki að skora svo leiknum lauk með markalausu jafntefli. Newcastle hafði unnið sex deildarleiki í röð fyrir leik dagsins. FULL-TIME Newcastle 0-0 LeedsLeeds hold firm to deny Newcastle a seventh consecutive #PL win#NEWLEE pic.twitter.com/0ml23Nb7x3— Premier League (@premierleague) December 31, 2022 Eftir leiki dagsins er Newcastle United í 3. sæti með 34 stig að loknum 17 leikjum á meðan Leeds er í 14. sæti með 16 stig að loknum 16 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira