Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:01 Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar staðfestir að mygla hafi fundist í þremur leikskólum til viðbótar við þá sem þegar glíma við mygluvanda. Hann segir borgina bregðast hraðar við en áður Vísir Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það. Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það.
Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00