Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 06:52 Mjög svo takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um stöðu faraldursins í Kína. AP/Andy Wong Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira