Árshámarki náð í dag þegar mengun fór yfir klukkustundarheilsuverndarmörk Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 18:00 Svava segir tól til róttækara inngrips vanta. Vísir/Vilhelm Vegna stillu og frosts hefur styrkur köfnunardíoxíðs mælst hár í Reykjavík á dögunum. Núna síðdegis fór styrkurinn yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í átjánda sinn á árinu. Samkvæmt reglugerð frá umhverfisráðuneytinu má aðeins fara yfir þessi mörk átján sinnum á ári. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava. Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava.
Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira