Iðnaður ekki talinn æskilegur í Garðabæ en í lagi í Kópavogi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2023 21:00 Jenny Eriksson er íbúi í Austurkór. Stöð 2/Arnar Íbúar í efri byggðum Kópavogs eru vægast sagt ósáttir við áform Garðbæinga um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Um er að ræða atvinnu-og verksmiðjuhúsnæði sem fyrirhugað er að muni rísa nánast í bakgarði einnar stærstu götu Kópavogs. Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir einhug ríkja í bæjarstjórninni um að ráðast gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Í skipulagslýsingu sem gefin var út í október síðastliðnum kemur fram að unnið sé að uppbyggingu þéttrar blandaðar byggðar í Garðabæ. Tekið er fram að lóðirnar verði nýttar undir atvinnufyrirtæki, svo sem verkstæði, smáiðnað og ýmis fyrirtæki sem ekki séu æskileg í blandaðri íbúðar og miðbæjarbyggð. Þetta orðalag veltir upp þeirri spurningu hvers vegna yfirvöld í Garðabæ telja réttlætanlegt að nýta þessháttar lóðir bókstaflega í bakgarði íbúa Austurkórs ef þær eru ekki taldar æskilegar í íbúabyggð. Frétti af fyrirhuguðum framkvæmdum viku eftir að hún flutti inn Jenny Eriksson og fjölskylda hennar fluttu í draumaíbúðina sína í Austurkór í október. Viku eftir að þau fluttu inn fréttu þau af áformum Garðabæjar. Samkvæmt skipulaginu ætti iðnaðarhúsnæði að rísa beint fyrir framan stofuglugga Jennyar og ljóst að útsýnið, sem nú er gríðarlega mikið, yrði lítið sem ekkert. „Við keyptum íbúðina með þetta að leiðarljósi, að við værum með þetta útsýni. Þetta var ekkert á skipulaginu, við vorum búin að kanna það mjög vel, það átti ekkert að koma hérna. Okkur var sagt það oft í ferlinu. Svo bara viku eftir að við fluttum inn fréttum við að það ætti bara að smella upp atvinnuhúsnæði hérna.“ Jenny telur að að hverfið sé það fallegasta á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er náttúruperla og frábært að búa hérna. Og að fá svona hverfi inn hér, það passar ekki. Þrjátíu metra frá húsinu mínu er ég að fara fá atvinnuhús, það er ekki hægt að búa við hliðina á þessu.“ Útsýnið frá Austurkór er með því betra á höfuðborgarsvæðinu, allavega eins og staðan er í dag.Stöð 2/Arnar Kaldar kveðjur Andri Steinn Hilmarsson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og situr einnig í skipulagsnefnd. Hann segir það hafa verið kaldar kveðjur í aðdraganda jóla að sjá að til stæði að byggja upp iðnað sem Garðbæingum finnst ekki eiga heima í íbúabyggð. Andri Steinn Hilmarsson ætlar að ræða við kollega sína í bæjarstjórn Garðabæjar.Stöð 2/Arnar „Það skýtur kannski skökku við því hér allt í kringum okkur er jú íbúabyggð. Þetta hefur farið frekar öfugt ofan í okkur sem erum í pólitíkinni hér í Kópavogi og við munum leggjast gegn þessu.“ Andri segir umræður um málið hafa farið fram bæði í skipulagsráði- og bæjarráði Kópavogs en formlegar viðræður við Garðabæ hafa ekki farið fram. Bæjarstjórn Kópavogs muni á næstu dögum skila inn athugasemdum varðandi málið. Honum þykir afar ólíklegt að áformin muni ganga eftir. „Mér finnst það áhyggjuefni að sú staða sé komin upp að vegna núensa milli sveitafélaganna tveggja þá standi til að reisa atvinnuhúsnæði inn í okkar íbúabyggð.Ég held við ættum að setjast niður og reyna ræða þessi mál, þetta er ekki eini snertiflötur Kópavogs og Garðabæjar.“ Eðlilegt að venjulegt fólk staldri við Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við fréttastofu að orðalag í umdeildri skipulagsskýrslu sé skipulagshugtök sem eðlilegt sé að venjulegt fólk staldri við og leiti skýringa á. „Það stendur ekki annað til af hálfu Garðabæjar en að byggja upp nútímalega og snyrtilega atvinnustarfsemi á þessum stað og við gerum ráð fyrir því. Við erum snemma í ferlinu núna og gerum ráð fyrir því að fá bæði athugasemdir frá íbúum hér í nágrenninu í Kópavogi og ekki síður samtal við bæjaryfirvöld í Kópavogi um málið,“ segir Almar. Almar ræddi málið á hinu umþrætta svæði í kvöldfréttum Stöðvar 2.Stöð 2 Þá segir hann að Garðabær muni fylgja öllum reglum og leiðbeiningum sem fylgja um uppbyggingu atvinnusvæðis og ítrekar að um snyrtilega og nútímalega atvinnustarfsemi verði að ræða. Munu ræða við yfirvöld í Kópavogi Almar segir að skipulagslýsing sé allrafyrsta skref í málinu og nú verði hlutaðeigandi gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana. Í framhaldinu muni Garðabær útbúa tillögu um skipulag. „Þá vil ég ítreka það að við munum að sjálfsögðu ræða þetta við yfirvöld í Kópavogi. Við munum tryggja það að fjarlægð frá íbúabyggðinni sé eðlileg og hæfileg og líka auðvitað að þessi starfsemi sé, svo ég ítreki það nú enn og aftur, snyrtileg og hreinleg og í anda nútímalegra atvinnuhátta. Við þurfum líka að koma þeirri starfsemi fyrir hér innan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Almar að lokum. Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Í skipulagslýsingu sem gefin var út í október síðastliðnum kemur fram að unnið sé að uppbyggingu þéttrar blandaðar byggðar í Garðabæ. Tekið er fram að lóðirnar verði nýttar undir atvinnufyrirtæki, svo sem verkstæði, smáiðnað og ýmis fyrirtæki sem ekki séu æskileg í blandaðri íbúðar og miðbæjarbyggð. Þetta orðalag veltir upp þeirri spurningu hvers vegna yfirvöld í Garðabæ telja réttlætanlegt að nýta þessháttar lóðir bókstaflega í bakgarði íbúa Austurkórs ef þær eru ekki taldar æskilegar í íbúabyggð. Frétti af fyrirhuguðum framkvæmdum viku eftir að hún flutti inn Jenny Eriksson og fjölskylda hennar fluttu í draumaíbúðina sína í Austurkór í október. Viku eftir að þau fluttu inn fréttu þau af áformum Garðabæjar. Samkvæmt skipulaginu ætti iðnaðarhúsnæði að rísa beint fyrir framan stofuglugga Jennyar og ljóst að útsýnið, sem nú er gríðarlega mikið, yrði lítið sem ekkert. „Við keyptum íbúðina með þetta að leiðarljósi, að við værum með þetta útsýni. Þetta var ekkert á skipulaginu, við vorum búin að kanna það mjög vel, það átti ekkert að koma hérna. Okkur var sagt það oft í ferlinu. Svo bara viku eftir að við fluttum inn fréttum við að það ætti bara að smella upp atvinnuhúsnæði hérna.“ Jenny telur að að hverfið sé það fallegasta á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er náttúruperla og frábært að búa hérna. Og að fá svona hverfi inn hér, það passar ekki. Þrjátíu metra frá húsinu mínu er ég að fara fá atvinnuhús, það er ekki hægt að búa við hliðina á þessu.“ Útsýnið frá Austurkór er með því betra á höfuðborgarsvæðinu, allavega eins og staðan er í dag.Stöð 2/Arnar Kaldar kveðjur Andri Steinn Hilmarsson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og situr einnig í skipulagsnefnd. Hann segir það hafa verið kaldar kveðjur í aðdraganda jóla að sjá að til stæði að byggja upp iðnað sem Garðbæingum finnst ekki eiga heima í íbúabyggð. Andri Steinn Hilmarsson ætlar að ræða við kollega sína í bæjarstjórn Garðabæjar.Stöð 2/Arnar „Það skýtur kannski skökku við því hér allt í kringum okkur er jú íbúabyggð. Þetta hefur farið frekar öfugt ofan í okkur sem erum í pólitíkinni hér í Kópavogi og við munum leggjast gegn þessu.“ Andri segir umræður um málið hafa farið fram bæði í skipulagsráði- og bæjarráði Kópavogs en formlegar viðræður við Garðabæ hafa ekki farið fram. Bæjarstjórn Kópavogs muni á næstu dögum skila inn athugasemdum varðandi málið. Honum þykir afar ólíklegt að áformin muni ganga eftir. „Mér finnst það áhyggjuefni að sú staða sé komin upp að vegna núensa milli sveitafélaganna tveggja þá standi til að reisa atvinnuhúsnæði inn í okkar íbúabyggð.Ég held við ættum að setjast niður og reyna ræða þessi mál, þetta er ekki eini snertiflötur Kópavogs og Garðabæjar.“ Eðlilegt að venjulegt fólk staldri við Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við fréttastofu að orðalag í umdeildri skipulagsskýrslu sé skipulagshugtök sem eðlilegt sé að venjulegt fólk staldri við og leiti skýringa á. „Það stendur ekki annað til af hálfu Garðabæjar en að byggja upp nútímalega og snyrtilega atvinnustarfsemi á þessum stað og við gerum ráð fyrir því. Við erum snemma í ferlinu núna og gerum ráð fyrir því að fá bæði athugasemdir frá íbúum hér í nágrenninu í Kópavogi og ekki síður samtal við bæjaryfirvöld í Kópavogi um málið,“ segir Almar. Almar ræddi málið á hinu umþrætta svæði í kvöldfréttum Stöðvar 2.Stöð 2 Þá segir hann að Garðabær muni fylgja öllum reglum og leiðbeiningum sem fylgja um uppbyggingu atvinnusvæðis og ítrekar að um snyrtilega og nútímalega atvinnustarfsemi verði að ræða. Munu ræða við yfirvöld í Kópavogi Almar segir að skipulagslýsing sé allrafyrsta skref í málinu og nú verði hlutaðeigandi gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana. Í framhaldinu muni Garðabær útbúa tillögu um skipulag. „Þá vil ég ítreka það að við munum að sjálfsögðu ræða þetta við yfirvöld í Kópavogi. Við munum tryggja það að fjarlægð frá íbúabyggðinni sé eðlileg og hæfileg og líka auðvitað að þessi starfsemi sé, svo ég ítreki það nú enn og aftur, snyrtileg og hreinleg og í anda nútímalegra atvinnuhátta. Við þurfum líka að koma þeirri starfsemi fyrir hér innan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Almar að lokum.
Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira