Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 09:31 Samninganefnd Eflingar. EFLING Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að tilboðinu fylgi útfærsla á nýrri launatöflu; hækkanir á töflunni séu á bilinu 40 til 59 þúsund krónur, sem sé innan þess ramma sem samið var um við önnur stéttarfélög í byrjun desember. Forsvarsmenn SA hafa lagt mikla áherslu á að ekki verði vikið frá þeim ramma. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem sé sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Hönnun launatöflunnar setur hlutfallslega mesta í vikt í annað og þriðja starfsaldursþrep, ólíkt töflu SGS samningsins sem setur langmesta vikt á efsta þrepið (5 ára starfsaldur). Þá er nokkrum störfum endurraðað í töfluna og lögð er fram bókun um sameiginlegan skilning aðila á rétti trúnaðarmanna til að starfa í samninganefndum án launataps. Samþykkt er að hagvaxtarauki falli niður og aðrar hækkanir á launaliðum komi í hans stað,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Þar segir einnig að forsendur tilboðsins séu þær að aðlaga launatöfluna í samningi Starfsgreinasambandsins og SA að samsetningu félagsmannahóps Eflingar og koma til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, „einkum vegna stjórnlauss húsnæðismarkaðar“. „Þá er horft til þess að verja kaupmátt launa, tryggja hlutdeild verkafólks í miklum hagvexti og að fylgja eftir hugmyndafræði Lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa umfram önnur laun.“ Í tilkynningunni segir að samninganefnd Eflingar hafni því með öllu að Eflingarfélagar séu bundnir af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga. Yfirlýsingar SA þess efnis séu í algjörri andstöðu við lagarétt vinnumarkaðarins og samninganefndin gefi sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir á næstu sólahringum tli að tryggja að aðilar virði sjálfstæðan og lögvarin samningsrétt hvors annars. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Þar segir að tilboðinu fylgi útfærsla á nýrri launatöflu; hækkanir á töflunni séu á bilinu 40 til 59 þúsund krónur, sem sé innan þess ramma sem samið var um við önnur stéttarfélög í byrjun desember. Forsvarsmenn SA hafa lagt mikla áherslu á að ekki verði vikið frá þeim ramma. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem sé sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Hönnun launatöflunnar setur hlutfallslega mesta í vikt í annað og þriðja starfsaldursþrep, ólíkt töflu SGS samningsins sem setur langmesta vikt á efsta þrepið (5 ára starfsaldur). Þá er nokkrum störfum endurraðað í töfluna og lögð er fram bókun um sameiginlegan skilning aðila á rétti trúnaðarmanna til að starfa í samninganefndum án launataps. Samþykkt er að hagvaxtarauki falli niður og aðrar hækkanir á launaliðum komi í hans stað,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Þar segir einnig að forsendur tilboðsins séu þær að aðlaga launatöfluna í samningi Starfsgreinasambandsins og SA að samsetningu félagsmannahóps Eflingar og koma til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, „einkum vegna stjórnlauss húsnæðismarkaðar“. „Þá er horft til þess að verja kaupmátt launa, tryggja hlutdeild verkafólks í miklum hagvexti og að fylgja eftir hugmyndafræði Lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa umfram önnur laun.“ Í tilkynningunni segir að samninganefnd Eflingar hafni því með öllu að Eflingarfélagar séu bundnir af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga. Yfirlýsingar SA þess efnis séu í algjörri andstöðu við lagarétt vinnumarkaðarins og samninganefndin gefi sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir á næstu sólahringum tli að tryggja að aðilar virði sjálfstæðan og lögvarin samningsrétt hvors annars.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08
Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34