Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2023 13:14 Sólveig Anna og hennar fólk í Eflingu fer nú að huga að verkfallsaðgerðum. Vísir/Vilhelm Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42 Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16
Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42
Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39