Stefnir í verkfall eftir að Efling sleit viðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2023 13:14 Sólveig Anna og hennar fólk í Eflingu fer nú að huga að verkfallsaðgerðum. Vísir/Vilhelm Efling hefur ákveðið að slíta viðræðum. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins sem gekk út af fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara rétt í þessu. Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Sólveig Anna segir að henni þykir miður að Samtök atvinnulífsins hafi ekki gengið að tilboði Eflingar. Hún segir að samtökin hafi ekki svarað tilboði Eflingar sem lagt var fram á dögunum, annað en það SA sem hafi þegar boðið. Hún segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á fundinum í dag, eða í það minnsta sé erfitt að lýsa því sem fram fór á fundinum sem samtali. Hún segir að næstu skref séu að undirbúa verkfallsboðun. Sólveig Anna segist ekki geta sagt hvað það taki langan tíma að grípa til aðgerða, fylgja þurfi lögbundnum skrefum. Sólveig Anna segir að einhugur hafi verið innan samninganefndar Eflingar um að slíta viðræðum. Þá segir hún að þrátt fyrir viðræðuslit muni Efling hlýða því, kalli ríkissáttasemjari samninganefndar SA og Eflingar aftur á fund. Aðspurð um hvort allt sé ekki stál í stál í þessum viðræðum segir hún að það sé reynsla Eflingarfólks að þegar farið sé í aðgerðir til að berjast fyrir kröfum félagsmanna skili að sér í betri niðurstöðum. Hún segir að verkfall Eflingarfólks geti bitið víða en að það sé verkefni samninganefndar Eflingar að útfæra næstu skref. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist vera ósammála niðurstöðu samninganefndarinnar um að slíta viðræðum, hún segir þó að samninganefndin hafi verið nokkuð sammála um þessa niðurstöðu. Hún segist vera hrædd við verkföll á þessari stundu og óttast að erfitt geti verið að vinna upp þá afturvirku launahækkun frá 1. nóvember sem Samtök atvinnulífsins hafa sagt að sé ekki í boði verði ekki samið fyrir morgundaginn. Hún segist ekki geta talað fyrir alla félagsmenn í Eflingu en að félagsmenn sem hún hafi rætt við séu einnig hrædd um verkföll. Hún hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fylgst var með gangi mála í Karphúsinu í vaktinni hér að neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16 Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42 Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Bein útsending: Ögurstund upp runnin í Karphúsinu Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Fulltrúar beggja fylkinga mættu á svæðið um og upp úr klukkan ellefu og hófst fundur rétt fyrir klukkan hálf tólf. 10. janúar 2023 11:16
Sakar Eflingu um að ala á klofningi milli verkafólks eftir búsetu Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, sakar forystufólk Eflingar um að ala á klofningu á milli verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta sé gert með því að halda því fram að félagsmenn Eflingar þurfi hærri laun sökum þess að þeir starfi á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að svo virðist sem að Efling stefni í að verða eyland í íslenskri verkalýðsbaráttu. 9. janúar 2023 14:42
Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9. janúar 2023 11:39