Ekki gerð refsing vegna líkamsárásar á sáttafundi Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2023 13:30 Fyrir dómi kom þó fram að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt karlmann vegna líkamsárásar á sérstökum sáttafundi þar sem hann réðst á annan mann sem átti að hafa áreitt ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í dómi kemur fram að árásin hafi átt sér stað innandyra, á skrifstofu, í mars 2021 þar sem ákærði hafi gripið í höfuð brotaþolans, ítrekað slegið hann í höfuðið og andlit þar til að aðrir á staðnum hafi náð að ganga á milli. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut bólgu og hrufl við neðan vinstra auga og eymsli á nokkrum stöðum á höfði og hálsi. Ákærði játaði brotið skýlaust. Fyrir dómi kom þó fram að sá sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Árásin hafi svo verið gerð á sáttafundi þar sem ákærði hafi „misst stjórn á skapi sínu í örskamma stund og framið þann verknað sem lýst er í ákæru“. Landsréttur hafði áður dæmt árásarmanninn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar líkamsárás og heimilisofbeldi. Brotið sem hann var sakfelldur fyrir nú var framið fyrir uppkvaðningu dóms Landsréttar í júlí 2021. Því hefði verið um hegningarauka nú, en með hliðsjón af greiðri játningu og hve langt sé um liðið frá ársinni þótti dómara ekki efni til að gera manninum frekari refsingu. Manninum var gert að greiða um 275 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Sjá meira
Í dómi kemur fram að árásin hafi átt sér stað innandyra, á skrifstofu, í mars 2021 þar sem ákærði hafi gripið í höfuð brotaþolans, ítrekað slegið hann í höfuðið og andlit þar til að aðrir á staðnum hafi náð að ganga á milli. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut bólgu og hrufl við neðan vinstra auga og eymsli á nokkrum stöðum á höfði og hálsi. Ákærði játaði brotið skýlaust. Fyrir dómi kom þó fram að sá sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Árásin hafi svo verið gerð á sáttafundi þar sem ákærði hafi „misst stjórn á skapi sínu í örskamma stund og framið þann verknað sem lýst er í ákæru“. Landsréttur hafði áður dæmt árásarmanninn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar líkamsárás og heimilisofbeldi. Brotið sem hann var sakfelldur fyrir nú var framið fyrir uppkvaðningu dóms Landsréttar í júlí 2021. Því hefði verið um hegningarauka nú, en með hliðsjón af greiðri játningu og hve langt sé um liðið frá ársinni þótti dómara ekki efni til að gera manninum frekari refsingu. Manninum var gert að greiða um 275 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Sjá meira