Var á gangi með eins árs syninum við skóla þegar hvítabjörninn réðst á mæðginin Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 14:38 Síðasta mannskæða árás hvítabjarnar í Alaska átti sér stað árið 1990. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Lögregla í Alaska hefur nafngreint hina 24 ára konu og eins árs son hennar sem létust í árás hvítabjarnar í bænum Wales á vesturströnd Alaska á þriðjudag. Mæðginin voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar í bænum þegar björninn réðst til atlögu. Lögregla segir nafn konunnar sem lést hafa verið Summer Myomick og drengsins Clyde Ongtowasruk. Þau bjuggu bæði í bænum Wales og í bænum St. Michael. Wales er lítill, hundrað manna bær á vesturströnd Alaska, innan við hundrað kílómetrum frá Rússlandi. Í frétt Alaska Public Media segir að árásin hafi átt sér stað nærri Kingikmiut-skólanum í bænum. Susan Nedza, yfirmaður skólamála á svæðinu, segir að fyrir árásina hafi hvítabjörninn verið að elta aðra íbúa sem voru utandyra í bænum. „Þegar þau reyndu að hræða björninn í burtu þá elti björninn þau. Þau fóru þá inn í skólann og björninn hélt eftirförinni áfram. Þau rétt náðu að loka hurðinni í tæka tíð þannig að björninn kæmist ekki inn,“ segir Nedza. Lögregla segir að hvítabjörninn hafi ráðist á Myomick og son hennar þegar þau voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar á staðnum. Íbúi hafi skotið á björninn og drepið hann eftir að hann hafði ráðist á mæðginin. Indæl kona Virginia Washington , bæjarstjóri í bænum St. Michael, segir að íbúar í St Michael og Wales séu harmi slegnir vegna árásarinnar. „Hún var mjög indæl kona og mjög ábyrg,“ sagði Washington. Árásir hvítabjarna eru sagðar mjög fátíðar á svæðinu þar sem Inupiaq-frumbyggjar eru í meirihluta. Fram kemur í frétt APM að síðasta mannskæða hvítabjarnaárásin í Alaska hafi átt sér stað árið 1990. Fulltrúar lögreglu og yfirvalda í Alaska hafa hafið rannsókn á árásinni. Bandaríkin Dýr Ísbirnir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Lögregla segir nafn konunnar sem lést hafa verið Summer Myomick og drengsins Clyde Ongtowasruk. Þau bjuggu bæði í bænum Wales og í bænum St. Michael. Wales er lítill, hundrað manna bær á vesturströnd Alaska, innan við hundrað kílómetrum frá Rússlandi. Í frétt Alaska Public Media segir að árásin hafi átt sér stað nærri Kingikmiut-skólanum í bænum. Susan Nedza, yfirmaður skólamála á svæðinu, segir að fyrir árásina hafi hvítabjörninn verið að elta aðra íbúa sem voru utandyra í bænum. „Þegar þau reyndu að hræða björninn í burtu þá elti björninn þau. Þau fóru þá inn í skólann og björninn hélt eftirförinni áfram. Þau rétt náðu að loka hurðinni í tæka tíð þannig að björninn kæmist ekki inn,“ segir Nedza. Lögregla segir að hvítabjörninn hafi ráðist á Myomick og son hennar þegar þau voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar á staðnum. Íbúi hafi skotið á björninn og drepið hann eftir að hann hafði ráðist á mæðginin. Indæl kona Virginia Washington , bæjarstjóri í bænum St. Michael, segir að íbúar í St Michael og Wales séu harmi slegnir vegna árásarinnar. „Hún var mjög indæl kona og mjög ábyrg,“ sagði Washington. Árásir hvítabjarna eru sagðar mjög fátíðar á svæðinu þar sem Inupiaq-frumbyggjar eru í meirihluta. Fram kemur í frétt APM að síðasta mannskæða hvítabjarnaárásin í Alaska hafi átt sér stað árið 1990. Fulltrúar lögreglu og yfirvalda í Alaska hafa hafið rannsókn á árásinni.
Bandaríkin Dýr Ísbirnir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira