Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2023 16:28 Alec Baldwin hélt því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn og að um slys hafi verið að ræða. Getty/Mike Coppola Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í október 2021. Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna