Hvar verður þú 18. ágúst 2036? Stefán Pálsson skrifar 25. janúar 2023 16:02 Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni. Ævagamalt glæpamál tengt Viðey sem rifjast upp og leysist árið 1986, þar sem spennan nær hámarki í kringum 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst það ár. Ekkert var til sparað í tengslum við þau hátíðarhöld með hvers kyns mannamótum, íþróttakappleikjum, sögusýningum og vitaskuld ógnarlangri rjómatertu sem ætlunin var að koma í heimsmetabók Guinness. Tíminn flýgur og fyrir þau okkar sem munum allt tilstandið í kringum 200 ára afmælið er örlítið þrúgandi að hugsa til þess að einungis þrettán ár eru í 250 ára afmælið árið 2036! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og á síðasta fundi borgarstjórnar flutti höfundur þessarar greinar tillögu þess efnis að útbúa skyldi grófa verk- og kostnaðaráætlun fyrir ritun nýrrar sögu Reykjavíkur, með það að markmiði að útgáfu hennar gæti lokið í tengslum við afmælið. Löng vegferð Ýmsum kann að hafa komið þessi tillaga, sem vísað var til borgarráðs til frekari vinnslu, á óvart enda veglegt sex binda verk um sögu höfuðborgarinnar að finna í hillum fjölda landsmanna. Með tillögunni er á engan hátt gert lítið úr mikilvægi þeirrar ritraðar, sem stendur enn fyllilega fyrir sínu. Hins vegar er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ákvörðunin um að rita sögu Reykjavíkur var tekin í borgarstjórn árið 1981. Ritnefnd var skipuð en vinnan fór þó hægt af stað. Nokkrum misserum síðar voru tveir sagnfræðingar ráðnir til starfa, þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson. Guðjón ritaði söguna frá 1870 til 1940 en Eggert heitinn tók þá við og fjallaði um næstu fimmtíu árin. Tveimur árum síðar var Þorleifur Óskarsson fenginn til að skrifa um fyrstu þúsund ár byggðarinnar. Bækurnar sex komu út á árunum 1991 til 2002 í samtarfi borgarinnar og forlagsins Iðunnar. Þær voru prentaðar í stóru broti og fara betur á kaffiborði en í kjöltu lesanda uppi í rúmi. Bækurnar voru ríkulega myndskreyttar og prentaðar í miklum gæðum, en þó ekki í lit fremur en tíðkaðist almennt á þeim árum. Hvers vegna ný ritröð? Þessi meðgöngutími kann að virðast langur en er þó fullkomlega eðlilegur. Að viða að sér heimildum og rita sögu höfuðborgar er langhlaup en ekki sprettur. Ýmis rök hníga að því að nú sé orðið tímabært að reima á sig skóna og hefja upphitun á nýjan leik. Skulu hér talin fram nokkur þau helstu: * Árið 2036 verða 45 ár liðin frá því að fyrstu bindin af Sögu Reykjavíkur komu út. Það er langur tími og tæplega hægt að fara fram á að yfirlitsrit af þessu tagi nái að þjóna sínu hlutverki í marga áratugi. Sum bindin í ritröðinni eru nú þegar löngu ófáanleg nema með höppum og glöppum hjá fornbókasölum. * Gömlu ritröðinni lauk árið 1990. Það þýðir að á 250 ára afmæli borgarinnar mun nærri fimmtungur af sögu hennar frá kaupstaðarréttindunum 1786 liggja óbættur hjá garði. * Sú ritstjórnarlega ákvörðun var tekin á sínum tíma að einskorða umfjöllunina að mestu við sögu einstakra svæða innan núverandi borgarmarka frá þeim tíma þegar þau tilheyrðu Reykjavík. Ákvörðunin var eflaust skynsamleg á sínum tíma en veldur því að minna er fjallað um baksögu mikilvægra staða á borð við Laugarnes, Gufunes, Elliðavatn, Viðey og annarra eyja á Kollafirði sem og vitaskuld Kjalarness. Það er ansi stór blindur blettur í sögu okkar nú. * Ýmsar nýjar upplýsingar hafa komið í ljós varðandi sögu Reykjavíkur á síðustu árum, ekki hvað síst í tengslum við fornleifarannsóknir. * Stefnur og straumar í sagnfræði hafa mikið breyst á síðustu áratugum. Nýjar rannsóknaraðferðir hafa komið til sögunnar og sama gildir um rannsóknarefni, þar sem fræðafólk hefur í auknum mæli leitast við að draga fram í dagsljósið ýmsa hópa sem áður vildu gleymast og lenda utan sviðsljóssins. Búum til sérfræðinga Bækurnar um Sögu Reykjavíkur gáfu landsmönnum frábæra sögu höfuðborgar sinnar í veglegu broti en þær skópu líka sérfræðinga í sögu borgarinnar. Afleiddar afurðir þessa starfs má t.d. sjá í ótalmörgum greinum og smáritum Guðjóns Friðrikssonar um einstök hús og götur í borginni. Sama má segja um merkar rannsóknir Eggerts Þórs á braggabyggð í Reykjavík og þætti landbúnaðar í þróunarsögu byggðarinnar. Það er tímabært að huga að því að búa til nýja kynslóð Reykjavíkurfræðinga sem geta svalað forvitni okkar um langa framtíð. Enn eru ótalin efnahagslegu rökin fyrir því að ráðast í sagnritun. Fyrir samfélag sem byggir að miklu leytir á ferðamennsku eru góð rit og nútímalegar og vísindalegar rannsóknir á sögu nærsamfélagsins lykilatriði. Þau eru undirstöðurit fyrir leiðsögumenn, fyrir fólkið sem setur upp sögusýningar, útbýr upplýsingaskilti í umhverfi okkar - fólkið sem skapar það innihald sem ferðamennirnir sækja í. Það er nægur tími til að dusta rykið af matreiðslukverinu og grafa upp uppskriftina að tertunni góðu sem væntanlega verður höfð ennþá lengri árið 2036, en til að ná að klára ritröð í tíma er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni. Ævagamalt glæpamál tengt Viðey sem rifjast upp og leysist árið 1986, þar sem spennan nær hámarki í kringum 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst það ár. Ekkert var til sparað í tengslum við þau hátíðarhöld með hvers kyns mannamótum, íþróttakappleikjum, sögusýningum og vitaskuld ógnarlangri rjómatertu sem ætlunin var að koma í heimsmetabók Guinness. Tíminn flýgur og fyrir þau okkar sem munum allt tilstandið í kringum 200 ára afmælið er örlítið þrúgandi að hugsa til þess að einungis þrettán ár eru í 250 ára afmælið árið 2036! Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og á síðasta fundi borgarstjórnar flutti höfundur þessarar greinar tillögu þess efnis að útbúa skyldi grófa verk- og kostnaðaráætlun fyrir ritun nýrrar sögu Reykjavíkur, með það að markmiði að útgáfu hennar gæti lokið í tengslum við afmælið. Löng vegferð Ýmsum kann að hafa komið þessi tillaga, sem vísað var til borgarráðs til frekari vinnslu, á óvart enda veglegt sex binda verk um sögu höfuðborgarinnar að finna í hillum fjölda landsmanna. Með tillögunni er á engan hátt gert lítið úr mikilvægi þeirrar ritraðar, sem stendur enn fyllilega fyrir sínu. Hins vegar er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ákvörðunin um að rita sögu Reykjavíkur var tekin í borgarstjórn árið 1981. Ritnefnd var skipuð en vinnan fór þó hægt af stað. Nokkrum misserum síðar voru tveir sagnfræðingar ráðnir til starfa, þeir Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bernharðsson. Guðjón ritaði söguna frá 1870 til 1940 en Eggert heitinn tók þá við og fjallaði um næstu fimmtíu árin. Tveimur árum síðar var Þorleifur Óskarsson fenginn til að skrifa um fyrstu þúsund ár byggðarinnar. Bækurnar sex komu út á árunum 1991 til 2002 í samtarfi borgarinnar og forlagsins Iðunnar. Þær voru prentaðar í stóru broti og fara betur á kaffiborði en í kjöltu lesanda uppi í rúmi. Bækurnar voru ríkulega myndskreyttar og prentaðar í miklum gæðum, en þó ekki í lit fremur en tíðkaðist almennt á þeim árum. Hvers vegna ný ritröð? Þessi meðgöngutími kann að virðast langur en er þó fullkomlega eðlilegur. Að viða að sér heimildum og rita sögu höfuðborgar er langhlaup en ekki sprettur. Ýmis rök hníga að því að nú sé orðið tímabært að reima á sig skóna og hefja upphitun á nýjan leik. Skulu hér talin fram nokkur þau helstu: * Árið 2036 verða 45 ár liðin frá því að fyrstu bindin af Sögu Reykjavíkur komu út. Það er langur tími og tæplega hægt að fara fram á að yfirlitsrit af þessu tagi nái að þjóna sínu hlutverki í marga áratugi. Sum bindin í ritröðinni eru nú þegar löngu ófáanleg nema með höppum og glöppum hjá fornbókasölum. * Gömlu ritröðinni lauk árið 1990. Það þýðir að á 250 ára afmæli borgarinnar mun nærri fimmtungur af sögu hennar frá kaupstaðarréttindunum 1786 liggja óbættur hjá garði. * Sú ritstjórnarlega ákvörðun var tekin á sínum tíma að einskorða umfjöllunina að mestu við sögu einstakra svæða innan núverandi borgarmarka frá þeim tíma þegar þau tilheyrðu Reykjavík. Ákvörðunin var eflaust skynsamleg á sínum tíma en veldur því að minna er fjallað um baksögu mikilvægra staða á borð við Laugarnes, Gufunes, Elliðavatn, Viðey og annarra eyja á Kollafirði sem og vitaskuld Kjalarness. Það er ansi stór blindur blettur í sögu okkar nú. * Ýmsar nýjar upplýsingar hafa komið í ljós varðandi sögu Reykjavíkur á síðustu árum, ekki hvað síst í tengslum við fornleifarannsóknir. * Stefnur og straumar í sagnfræði hafa mikið breyst á síðustu áratugum. Nýjar rannsóknaraðferðir hafa komið til sögunnar og sama gildir um rannsóknarefni, þar sem fræðafólk hefur í auknum mæli leitast við að draga fram í dagsljósið ýmsa hópa sem áður vildu gleymast og lenda utan sviðsljóssins. Búum til sérfræðinga Bækurnar um Sögu Reykjavíkur gáfu landsmönnum frábæra sögu höfuðborgar sinnar í veglegu broti en þær skópu líka sérfræðinga í sögu borgarinnar. Afleiddar afurðir þessa starfs má t.d. sjá í ótalmörgum greinum og smáritum Guðjóns Friðrikssonar um einstök hús og götur í borginni. Sama má segja um merkar rannsóknir Eggerts Þórs á braggabyggð í Reykjavík og þætti landbúnaðar í þróunarsögu byggðarinnar. Það er tímabært að huga að því að búa til nýja kynslóð Reykjavíkurfræðinga sem geta svalað forvitni okkar um langa framtíð. Enn eru ótalin efnahagslegu rökin fyrir því að ráðast í sagnritun. Fyrir samfélag sem byggir að miklu leytir á ferðamennsku eru góð rit og nútímalegar og vísindalegar rannsóknir á sögu nærsamfélagsins lykilatriði. Þau eru undirstöðurit fyrir leiðsögumenn, fyrir fólkið sem setur upp sögusýningar, útbýr upplýsingaskilti í umhverfi okkar - fólkið sem skapar það innihald sem ferðamennirnir sækja í. Það er nægur tími til að dusta rykið af matreiðslukverinu og grafa upp uppskriftina að tertunni góðu sem væntanlega verður höfð ennþá lengri árið 2036, en til að ná að klára ritröð í tíma er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun