Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 18:12 Drífa Snædal er ekki sátt með nýjustu vendingar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira