Ofbeldi gegn mótmælendum örvæntingarfull tilraun til að halda völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Mótmælin vegna dauða Möhsu Amini hafa verið hörð og staðið yfir í á fimmta mánuð. Mótmælendur hafa verið beittir mikilli hörku. Getty/Chris McGrath Fjórir hafa verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælum í Íran. Mótmælin eru meðal þeirra verstu sem brotist hafa út síðan klerkaveldið var stofnað fyrir rúmum fjörutíu árum. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist afleiðingar mótmælanna. Áratugir eru síðan ástandið var svona eldfimt í Persaflóaríkinu og mótmælendur hafa kallað eftir því að klerkaveldið verði afnumið, en það var stofnað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Mótmælin hófust í haust eftir að hin tuttugu og tveggj ára gamla Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. hún var handtekin fyrir að hafa ekki slæðu, skylduklæðnað íranskra kvenna, nógu þétt bundna á höfðinu. Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa myrt hana. Margar íranskar konur hafa síðan tekið niður slæðuna í mótmælaskini, Möhsu til stuðnings, þrátt fyrir hættuna sem því fylgir. Sleppa slæðunni til að sýna föllnum virðingu Konur sem norska fréttastofan TV2 ræddi við í byrjun mánaðar í Tehran, höfuðborg Íran, vildu hvorki sýna andlit sitt né láta nafns síns getið. Margar þeirra, sem hafa lagt slæðuna á hilluna, segja tíma þvingaðs slæðuburðar liðinn. „Ein ástæða þess [að ég ber ekki slæðu] er að allir menn ættu að fá að vera frjálsir. Önnur ástæða er að sýna hinum föllnu virðingu,“ sagði ein kvennanna sem TV2 ræddi við 3. janúar síðastliðinn. Mótmælin hafa nú staðið yfir í á fimmta mánuð og virðist ekki ætla að linna. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu lögreglu. „Hún hefur notað skotvopn af stuttu færi, misbeitt táragasi, barið fólk með lögreglukylfum harkalega. Hundruðir manna, barna og kvenna hafa særst og tugir látist í mótmælum,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Anna segir aðstæður handtekinna mótmælenda hræðilegar.Aðsend Örvæntingarfull tilraun til að halda í völdin Hinn tvítugi Mohammad Mehdi Karami landsliðsmaður í karate og fertugi leikfimiþjálfarinn Sayyed Mohammad Hosseini voru fyrstir til vera teknir af lífi fyrir þátttöku í mótmælunum eftir fljótafgreidd réttarhöld. Síðan hafa hinir tuttugu og tveggja ára gömlu Mohsen Shekari og Majidreza Rahnavard verið aflífaðir. Allir voru þeir sakfelldir fyrir að heyja stríð gegn Guði. „The hands of foreigners were obvious (behind the protests). What America did and various European countries did (was obvious),“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, í ávarpi á dögunum. Sama hvort mótmælin séu vestrænum ríkjum að kenna eða ekki hafa þau, vegna mannréttindabrota stjórnvalda, lagt viðskiptaþvinganir á írönsk stjórnvöld, enn meiri en þegar voru á, og því mikil togstreita milli Írans og vestrænna ríkja. Spjótum hefur til að mynda verið beint að Írönum með tengsl til Evrópu. Ali Reza Akbari, sem eitt sinn var meðal hæst settu embættismannanna í varnarmálaráðuneyti Íran, var handtekinn en hann á rætur að rekja til Bretlands. Tveimur vikum eftir handtökuna var hann tekinn af lífi, grunaður um njósnir og landráð. Anna segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist mótmælendur. „Þessi örvæntingarfulla tilraun yfirvalda í Íran að halda í valdið og völdin sín. Þau beita dauðarefsingunni og hafa dæmt fólk til dauða á grundvelli falskra ákæra. Þetta er ótti sem þau eru að reyna að skapa meðal almennings með það að augnamiði að fólk hætti að þora að mótmæla og láta í sér heyra.“ Íran Mannréttindi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Áratugir eru síðan ástandið var svona eldfimt í Persaflóaríkinu og mótmælendur hafa kallað eftir því að klerkaveldið verði afnumið, en það var stofnað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Mótmælin hófust í haust eftir að hin tuttugu og tveggj ára gamla Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. hún var handtekin fyrir að hafa ekki slæðu, skylduklæðnað íranskra kvenna, nógu þétt bundna á höfðinu. Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa myrt hana. Margar íranskar konur hafa síðan tekið niður slæðuna í mótmælaskini, Möhsu til stuðnings, þrátt fyrir hættuna sem því fylgir. Sleppa slæðunni til að sýna föllnum virðingu Konur sem norska fréttastofan TV2 ræddi við í byrjun mánaðar í Tehran, höfuðborg Íran, vildu hvorki sýna andlit sitt né láta nafns síns getið. Margar þeirra, sem hafa lagt slæðuna á hilluna, segja tíma þvingaðs slæðuburðar liðinn. „Ein ástæða þess [að ég ber ekki slæðu] er að allir menn ættu að fá að vera frjálsir. Önnur ástæða er að sýna hinum föllnu virðingu,“ sagði ein kvennanna sem TV2 ræddi við 3. janúar síðastliðinn. Mótmælin hafa nú staðið yfir í á fimmta mánuð og virðist ekki ætla að linna. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu lögreglu. „Hún hefur notað skotvopn af stuttu færi, misbeitt táragasi, barið fólk með lögreglukylfum harkalega. Hundruðir manna, barna og kvenna hafa særst og tugir látist í mótmælum,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Anna segir aðstæður handtekinna mótmælenda hræðilegar.Aðsend Örvæntingarfull tilraun til að halda í völdin Hinn tvítugi Mohammad Mehdi Karami landsliðsmaður í karate og fertugi leikfimiþjálfarinn Sayyed Mohammad Hosseini voru fyrstir til vera teknir af lífi fyrir þátttöku í mótmælunum eftir fljótafgreidd réttarhöld. Síðan hafa hinir tuttugu og tveggja ára gömlu Mohsen Shekari og Majidreza Rahnavard verið aflífaðir. Allir voru þeir sakfelldir fyrir að heyja stríð gegn Guði. „The hands of foreigners were obvious (behind the protests). What America did and various European countries did (was obvious),“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, í ávarpi á dögunum. Sama hvort mótmælin séu vestrænum ríkjum að kenna eða ekki hafa þau, vegna mannréttindabrota stjórnvalda, lagt viðskiptaþvinganir á írönsk stjórnvöld, enn meiri en þegar voru á, og því mikil togstreita milli Írans og vestrænna ríkja. Spjótum hefur til að mynda verið beint að Írönum með tengsl til Evrópu. Ali Reza Akbari, sem eitt sinn var meðal hæst settu embættismannanna í varnarmálaráðuneyti Íran, var handtekinn en hann á rætur að rekja til Bretlands. Tveimur vikum eftir handtökuna var hann tekinn af lífi, grunaður um njósnir og landráð. Anna segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist mótmælendur. „Þessi örvæntingarfulla tilraun yfirvalda í Íran að halda í valdið og völdin sín. Þau beita dauðarefsingunni og hafa dæmt fólk til dauða á grundvelli falskra ákæra. Þetta er ótti sem þau eru að reyna að skapa meðal almennings með það að augnamiði að fólk hætti að þora að mótmæla og láta í sér heyra.“
Íran Mannréttindi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira