Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2023 23:01 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Landsréttur, sem áður hafði dæmt borginni í vil, hefur nú snúist hugur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Starfsmaðurinn sem um ræðir var leikskólakennari en málið snerist aðeins um hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur árið 2021. Féllst héraðsdómari á þau rök að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans og því ekki um vinnuslys að ræða. Meirihluti Landsréttar staðfesti dóm héraðsdóms, þar á meðal fyrrverandi borgarlögmaður. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Eins og fyrr segir rataði málið alla leið til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í nóvember á síðasta ári. Hæstiréttur taldi dómara Landsréttar, Kristbjörgu Stephensen fyrrverandi borgarlögmann, hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi frá borgarlögmanni til leikskólakennarans. Engu skipti hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið og málinu vísað aftur til Landsréttar. Í nýbirtum dómi Landsréttar er áréttað að ágreiningurinn lúti aðeins að því hvort og á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg beri að greiða leikskólastarfsmanninum bætur. Fram kemur að ágreiningslaust sé að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðverðuskyldu kennarans lauk samkvæmt ráðningarsamningi. Hópeflið hafi verið á vegum starfsmannafélagsins sem hófst í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk á starfsdegi. Landsréttur sagði að líta þyrfti til þess hvort leikskólakennarinn hafi verið „enn í starfi sínu“ þegar slysið varð eða hvort vinnuskyldu hennar hafi þá verið lokið. Vitni sögðu óljóst hvort vinnudeginum sjálfum hafi verið lokið þegar slysið átti stað. Deildarstjóri taldi hópefli starfsmannafélagsins hafa verið innan vinnutíma starfsmannanna en sagði að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að vinnuskyldunni sjálfri væri lokið. Landsréttur taldi, meðal annars með vísan til framburðar vitna, að ekki væri ljóst hvort leikskólakennarinn hafi verið laus undan vinnuskyldu sinni í hópeflinu með óyggjandi hætti. Reykjavíkurborg þyrfti að bera hallann af því, og var því talið að leikskólakennarinn hafi verið „í starfi sínu“ þegar slysið átti sér stað. Reykjavíkurborg bæri því að greiða konunni 3,3 milljónir í bætur með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira