Veður

Tólf veður­við­varanir næstu tvo daga

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sum svæði sleppa við appelsínugulu viðvörunina.
Sum svæði sleppa við appelsínugulu viðvörunina. Veðurstofa Íslands

Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar

Búist er við gulum viðvörunum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum Ströndum, norðurlandi vestra, Suðausturlandi og á miðhálendinu.

Samkvæmt spám munu gular viðvaranir svo þróast í appelsínugular á Suðurlandi, Faxaflóa. Vestfjörðum og Suðausturlandi.

Á Suðurlandi gildir gula viðvörunin frá 11:00 til 14:00 á morgun og tekur appelsínugula viðvörunin þá við og stendur yfir til klukkan 08:00 þann 31. janúar.

Búist er við austan hvassviðri 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu víða. Þá er varað við vindhviðum í allt að 30 metrum á sekúndu og lélegri færð. Stormurinn á svo að þróast í 20 til 28 metra á sekúndu en hvassast verður með ströndinni. Talsverð snjókoma, lélegt skyggni og ekkert ferðaveður.


Gul viðvörun á við frá klukkan 15 á morgun til 03:00 um nóttina á höfuðborgarsvæðinu. Austan hvassviðri 15 til 23 metrar á sekúndu. Takmarkað skyggni mögulegt vegna snjókomu eða slyddu. Þá er varað við því að lausir munir gætu fokið.


Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 14:00 og stendur til 17:00. Austan hvassviðri stendur þá yfir. 15 til 23 metrar á sekúndu, snjókoma víða og færð gæti spillst.

Appelsínugul viðvörun gildir svo frá 17:00 til 23:00 og er varað við miklum vindstrengjum við fjöll, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.

„Austan stormur eða rok, 18-25 m/s, og hviður yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll, t.d. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Einnig víða snjókoma eða slydda með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni.“


Gul viðvörun nær til Breiðafjarðar klukkan 15:00 til 07:00 um morgun. Varað er við austan hvassviðri sem er 15 til 23 metrar á sekúndu og vindstrengjum sums staðar allt að 35 metrar á sekúndu. Snjókoma, takmarkað skyggni og fok lausamuna möguleiki.


Á Vestfjörðum þróast gul viðvörun í appelsínugula. Gul viðvörun gildir frá 15:00 til 20:00 þann 30. janúar og tekur appelsínugul viðvörun þá við frá 20:00 til 06:00 næsta morgun. Skafrenningur, snjókoma, lélegt skyggni og færð ásamt stormi. 18 til 25 metrar á sekúndu og hviður yfir 40 metrar á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Ekkert ferðaveður og varað er við foktjóni.


Strandir og Norðurland vestra sleppa við appelsínugulu viðvörunina en sú gula stendur yfir frá því klukkan 17:00 á morgun til 07:00 næsta dag. Stormur og snjókoma verða einkennandi.

„Austan hvassviðri eða stormur 15-25 m/s og hviður sums staðar yfir 35 m/s í vindstrengjum við fjöll, t.d. í Skagafirði. Einnig snjókoma með takmörkuðu skyggni. Lausir munir gætu fokið og færð gæti spillst.“


Ekkert ferðaveður verður á miðhálendinu og gildir gul veðurviðvörun þar í tæpan sólarhring eða frá 12:00 á morgun til 11:00 daginn eftir. Austan stormur eða rok er væntanlegt og búist er við 20 til 28 metrum á sekúndu ásamt snjókomu. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu.


Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi frá 14:00 til 16:00 á morgun og þróast svo í appelsínugula sem stendur yfir frá 16:00 til 07:00 morguninn eftir.

Stormur eða rok, 20 til 28 metrar á sekúndu þegar mest lætur. Snjókoma, slydda og lélegt skyggni væntanlegt. Lélegt skyggni þar af leiðandi og ekkert ferðaveður. Hætta á foktjóni.

Frekari upplýsingar um veður og færð má sjá á vef Veðurstofunnar og vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×