Takmörkuð þjónusta við hluta innritunarborða næstu mánuði Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 12:37 Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við töskufæribönd aftan við innritunarborð í brottfararsal flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag, 31. janúar, og standa fram í apríl. Þjónusta verður því takmörkuð á hluta innritunarborða þar til að framkvæmdum er lokið. Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að farþegar muni verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25 til 42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug. Ekki verði hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Framkvæmdirnar eru liður í endurbótum á töskuflokkunar- og innritunarkerfi í flugstöðinni sem nú standa yfir og hafa staðið yfir síðastliðin ár. Breytingarnar muni tryggja að kerfið uppfylli þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru séu til þess. „Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Farþegum verður þá bent á að fara á annað innritunarborð með töskurnar sem verður sérstaklega tekið frá til töskumóttöku. Farþegar eru hvattir til að hafa það í huga fyrir brottför að framkvæmdirnar gætu hægt á innritun við þau borð sem um ræðir. Önnur innritunarborð í brottfararsalnum verða starfrækt í óbreyttri mynd. Upplýsingar verða á skjáum í salnum um hvernig farþegum beri að haga innritun við borðin og starfsfólk flugvallarins boðið og búið að aðstoða fólk ef þörf er á. Þá verða innritunarborð í einhverjum tilvikum opnuð fyrr en vanalega og þá munu flugfélög upplýsa farþega sína um það,“ segir í tilkynningunni. Ætlunin að bæta upplifun farþega Haft er eftir Maren Lind Másdóttur, Forstöðumanni mannvirkja og innviða hjá Isavia, að breytingarnar við farangurskerfið séu liður í heildstæðum framkvæmdum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni og önnur sem hefjast á næstu mánuðum hafa meðal annars það markmið að bæta enn frekar upplifun farþega á flugvellinum og efla þjónustu við þá. Samhliða breytingum á farangurskerfinu hafa verið settar upp nýjar sjálfsþjónustuleiðir, bæði fyrir innritun og afhendingu á töskum. Ég vona því að farþegar nýti tækifærið við þessar aðstæður og prófi sjálfsþjónustuleiðirnar. Fjölmörg flugfélög bjóða nú upp á möguleikann á sjálfinnritun og höfum við séð mikinn mun á biðtíma farþega þegar slíkar þjónustuleiðir eru notaðar,“ segir Maren Lind. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að farþegar muni verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25 til 42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug. Ekki verði hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Framkvæmdirnar eru liður í endurbótum á töskuflokkunar- og innritunarkerfi í flugstöðinni sem nú standa yfir og hafa staðið yfir síðastliðin ár. Breytingarnar muni tryggja að kerfið uppfylli þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru séu til þess. „Farþegar munu verða varir við breytta starfsemi á innritunarborðum 25-42 í brottfararsal flugstöðvarinnar þegar þeir innrita sig þar í flug en ekki verður hægt að skila af sér töskum á þeim borðum. Farþegum verður þá bent á að fara á annað innritunarborð með töskurnar sem verður sérstaklega tekið frá til töskumóttöku. Farþegar eru hvattir til að hafa það í huga fyrir brottför að framkvæmdirnar gætu hægt á innritun við þau borð sem um ræðir. Önnur innritunarborð í brottfararsalnum verða starfrækt í óbreyttri mynd. Upplýsingar verða á skjáum í salnum um hvernig farþegum beri að haga innritun við borðin og starfsfólk flugvallarins boðið og búið að aðstoða fólk ef þörf er á. Þá verða innritunarborð í einhverjum tilvikum opnuð fyrr en vanalega og þá munu flugfélög upplýsa farþega sína um það,“ segir í tilkynningunni. Ætlunin að bæta upplifun farþega Haft er eftir Maren Lind Másdóttur, Forstöðumanni mannvirkja og innviða hjá Isavia, að breytingarnar við farangurskerfið séu liður í heildstæðum framkvæmdum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. „Þetta verkefni og önnur sem hefjast á næstu mánuðum hafa meðal annars það markmið að bæta enn frekar upplifun farþega á flugvellinum og efla þjónustu við þá. Samhliða breytingum á farangurskerfinu hafa verið settar upp nýjar sjálfsþjónustuleiðir, bæði fyrir innritun og afhendingu á töskum. Ég vona því að farþegar nýti tækifærið við þessar aðstæður og prófi sjálfsþjónustuleiðirnar. Fjölmörg flugfélög bjóða nú upp á möguleikann á sjálfinnritun og höfum við séð mikinn mun á biðtíma farþega þegar slíkar þjónustuleiðir eru notaðar,“ segir Maren Lind.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?