Mun áfrýja áður en hún afhendir Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 15:04 Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Stöð 2/Arnar Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira