Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:34 Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37