20.068 fengu ávísað ADHD lyfjum og notkunin eykst enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2023 08:10 Drengir á unglingsaldri eru stærsti einstaki hópurinn sem fær ávísað ADHD lyfjum. Getty Notkun ADHD lyfja jókst um 12,3 prósent milli ára 2021 til 2022 en fyrra árið nam hún 51 dagskammti á hverja 1.000 íbúa en 57 dagskömmtum seinna árið. Þetta er minni aukning en undanfarin ár. Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira