Verkfall er hafið á Íslandshótelum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 12:30 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó. Vísir/Vilhelm Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22