Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi og freistum þess að ná sambandi við teymisstjóra íslenska hópsins en hluti hópsins hefur nú framlengt dvöl sína á svæðinu.

Einnig fylgjumst við áfram með kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en von er á því að Landsréttur úrskurði um hvort Eflingu beri að afhenda kjörskrá svo hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara.

Þá fjöllum við um hælisleitendur frá Venesúela sem hafa verið í umræðunni síðustu daga og heyrum í veðurfræðingi en enn ein viðvörunin er í gildi á stórum hluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×