Efling boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega 1700 manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2023 12:38 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fundaði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á föstudag. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar samþykkti einróma á fundi sínum í gær 12. febrúar þrjár verkfallsboðanir. Þær ná til starfsfólks á hótelum, öryggisfyrirtækjum og ræstingarfyrirtækja. Frá þessu er greint í tilkynningu. Verkfall á öllum gistiheimilum og hótelum á félagssvæði Eflingar. Þar undir falla hótelkeðjurnar Centerhotels og Keahótels, auk fjölda annarra hótela og gistihúsa. Áætlaður fjöldi er um sex hundrað manns. Með þessari vinnustöðvun yrðu öll störf undir kjarasamningum Eflingar á hótelum komin í verkfall. Verkfall hjá öryggisvörslufyrirtækjum. Undir boðunina falla fyrirtækin Securitas og Öryggismiðstöð Íslands, auk smærri fyrirtækja. Um er að ræða um fjögur hundruð manns. Verkfall hjá ræstingafyrirtækjum. Undir boðunina falla stærstu þrifafyrirtæki landsins á borð við Sólar og Daga auk minni fyrirtækja. Áætlaður fjöldi á kjörskrá er um 650 manns. Fyrri þrjár verkfallsboðanir félagsins voru samþykktar með afgerandi meirihluta og góðri kjörsókn. Atkvæðagreiðslur hefjast klukkan 12 á hádegi á fimmtudag og lýkur klukkan 18 á mánudag eftir viku. Löng bið var eftir bensíni hjá Costco í Kauptúni í hádeginu. Verkfall olíubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hefst á miðvikudag.Vísir/Vilhelm „Við höfum séð með skýrum hætti í verkfallsatkvæðagreiðslum síðustu vikna að ómissandi verkafólk í öllum geirum vinnumarkaðarins á Höfuðborgarsvæðinu stendur sameinað. Krafa okkar er um sanngjarnan kjarasamning þar sem tekið er tillit til aðstæðna og samsetningar félagsmannahópsins. Ég hvet til þess að gengið verði til samninga við okkur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sjö hundruð í verkfalli og fjölgar á miðvikudag Verkfall tæplega sjö hundruð félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst í síðustu viku. Á miðvikudag hefst svo verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á öðrum hótelum auk bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögum og Samskipum. Landsréttur hefur á borði sínu kæru Eflingar á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur á dögunum sem sagði miðlunartillögu ríkissáttasemjara löglega. Eflingu bæri að afhenda kjörskrá sína til að sáttasemjari gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal allra félagsmanna Eflingar um miðlunartillöguna. Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir en Efling og sáttasemjari höfðu fallist á að skila gögnum í hraði fyrir helgi til að flýta fyrir meðferð málsins við réttinn. Fréttin er í vinnslu. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. 13. febrúar 2023 09:46 Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. 13. febrúar 2023 11:28 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu. Verkfall á öllum gistiheimilum og hótelum á félagssvæði Eflingar. Þar undir falla hótelkeðjurnar Centerhotels og Keahótels, auk fjölda annarra hótela og gistihúsa. Áætlaður fjöldi er um sex hundrað manns. Með þessari vinnustöðvun yrðu öll störf undir kjarasamningum Eflingar á hótelum komin í verkfall. Verkfall hjá öryggisvörslufyrirtækjum. Undir boðunina falla fyrirtækin Securitas og Öryggismiðstöð Íslands, auk smærri fyrirtækja. Um er að ræða um fjögur hundruð manns. Verkfall hjá ræstingafyrirtækjum. Undir boðunina falla stærstu þrifafyrirtæki landsins á borð við Sólar og Daga auk minni fyrirtækja. Áætlaður fjöldi á kjörskrá er um 650 manns. Fyrri þrjár verkfallsboðanir félagsins voru samþykktar með afgerandi meirihluta og góðri kjörsókn. Atkvæðagreiðslur hefjast klukkan 12 á hádegi á fimmtudag og lýkur klukkan 18 á mánudag eftir viku. Löng bið var eftir bensíni hjá Costco í Kauptúni í hádeginu. Verkfall olíubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hefst á miðvikudag.Vísir/Vilhelm „Við höfum séð með skýrum hætti í verkfallsatkvæðagreiðslum síðustu vikna að ómissandi verkafólk í öllum geirum vinnumarkaðarins á Höfuðborgarsvæðinu stendur sameinað. Krafa okkar er um sanngjarnan kjarasamning þar sem tekið er tillit til aðstæðna og samsetningar félagsmannahópsins. Ég hvet til þess að gengið verði til samninga við okkur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sjö hundruð í verkfalli og fjölgar á miðvikudag Verkfall tæplega sjö hundruð félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst í síðustu viku. Á miðvikudag hefst svo verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á öðrum hótelum auk bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögum og Samskipum. Landsréttur hefur á borði sínu kæru Eflingar á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur á dögunum sem sagði miðlunartillögu ríkissáttasemjara löglega. Eflingu bæri að afhenda kjörskrá sína til að sáttasemjari gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal allra félagsmanna Eflingar um miðlunartillöguna. Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir en Efling og sáttasemjari höfðu fallist á að skila gögnum í hraði fyrir helgi til að flýta fyrir meðferð málsins við réttinn. Fréttin er í vinnslu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. 13. febrúar 2023 09:46 Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. 13. febrúar 2023 11:28 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Munu ekki ónáða gesti og öryggisverðir fylgi ekki verkfallsvörðum Forsvarsmenn Eflingar og Íslandshótela hafa náð samkomulagi um framkvæmd verkfallsvörslu á hótelum Íslandshótela. 13. febrúar 2023 09:46
Löng bið eftir bensíni hjá Costco Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni. 13. febrúar 2023 11:28