Innlent

Slökkvilið kallað út í Fossvogsskóla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það virðist ekki eiga af nemendum við Fossvogsskóla að ganga. Eftir langa baráttu við myglu lak glænýtt þak skólans í mikilli úrkomu á dögunum.
Það virðist ekki eiga af nemendum við Fossvogsskóla að ganga. Eftir langa baráttu við myglu lak glænýtt þak skólans í mikilli úrkomu á dögunum. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Fossvogsskóla rétt fyrir klukkan tvö í dag vegna reyks í skólabyggingunni.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að í fyrstu hafi nokkrir bílar verið sendir af stað en ákveðið hafi verið að draga úr útkallinu. Svo virðist sem reykurinn komi frá loftræstingu.

Það gæti að sögn varðstjóra bent til þess að mótor hafi brunnið yfir eða eitthvað í þeim dúrnum. Slökkviliðsmenn á einum bíl eru í Fossvoginum að skoða málið.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru einhver börn í skólanum fyrr heim vegna reyksins.

Uppfært klukkan 14:56

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg kveikti nemandi við skólann í ruslatunnu inni á salerni skólans. Reykurinn hafi svo borist í loftræstikerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×