Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2023 14:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir birtingarmynd streptókokka í ár öðruvísi. Vísir/Sigurjón Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður. Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Ýmsar pestir hafa herjað á landsmenn í vetur og eru streptókokkasýkingar þar engin undantekning. Skortur hefur verið á ákveðnum sýklalyfjum en Kåvepenin töflur og mixtúrur hafa til að mynda ekki verið fáanlegar í frá því í byrjun febrúar, samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilmikið hafa verið um skort á lyfjum almennt undanfarið sem valdi þeim miklum vandræðum í daglegu starfi. „Kjörlyfið við streptókokkum, Kåvepenin, hefur ekki verið fáanlegt núna í dálítinn tíma en það er til nóg af öðrum sýklalyfjum þannig við getum alveg meðhöndlað streptókokkana en það er aldrei æskilegt að þurfa að fara í breiðvirkari lyf heldur en þörf er á,“ segir Sigríður. Breiðvirkari sýklalyfjum fylgi meiri aukaverkanir og sé aldrei góður kostur en sé ávísað þegar þörf er á. „Allir sem að þurfa á meðferð að halda þeir hafa fengið viðeigandi meðferð. Það hefur ekki verið vandamál en það er mjög óþægilegt þessi staða með þennan mikla skort á lyfjum,“ segir Sigríður en önnur sending af Kåvepenin er væntanleg til landsins á næstunni. Á tímabili voru þá hraðpróf ekki til en þau eru komin aftur núna. Á meðan var hægt að meðhöndla klínísk einkenni og senda sýni í sýklaræktun sem tekur einn til tvo daga. „Við höfðum alltaf aðrar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi væri með streptókokka en vissulega er þetta óþægileg staða,“ segir Sigríður um hraðprófin. Meira um alvarlegar sýkingar Ekkert lát virðist vera á umgangspestum og virðist fólk vera að veikjast alvarlega, þar á meðal börn. „Birtingarmyndin af streptókokkum í ár hefur verið svona aðeins öðruvísi heldur en við höfum verið að sjá, það hefur verið meira um það sem er kallað ífarandi streptókokka. Þannig það virðist vera meira um svona aðeins öðruvísi sýkingar en við erum búin að ræða það við okkar fólk og það eru allir á varðbergi því við viljum náttúrulega greina og meðhöndla þá sem að eru lasnir,“ segir Sigríður. Fréttastofa hefur þá heyrt af því að fólk hafi ekki fengið að fara í streptókokkapróf þar sem aðrar sýkingar geti komið til greina. Sigríður segir þau fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um hvenær á að gruna streptókokka, greina og meðhöndla. „En á vormánuðum hefur verið umræða og við sendum út leiðbeiningar um að taka prófið oftar en ekki út af þessum streptókokkafaraldri og alvarlegum sýkingum, þá hefur fólk verið að taka gjarnan streptókokkapróf þannig það á alveg að vera tryggt á stöðvunum,“ segir Sigríður. Enn er mikil aðsókn á heilsugæslustöðvum og virðist sem að staðan verði ekki mikið betri þar til seinna í vor. „Það er enn mikið um pestar og uppsöfnuð erindi eftir allan þennan Covid tíma og takmörkun á þjónustu. Þannig það er ekkert lát á aðsókninni,“ segir Sigríður.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Lyf Tengdar fréttir Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent