„Axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 18:22 Vísir „Á meðan það er verið að tala saman þá er það gott mál,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07
Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37