Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 10:16 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði fjölda undanþágubeiðna á borðinu. Þeim væri forgangsraðað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira