Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 10:16 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði fjölda undanþágubeiðna á borðinu. Þeim væri forgangsraðað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira