Segir Guðrúnu gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 14:22 Guðrún og Sonja Ýr tókust á í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir þingmann Sjálfstæðisflokksins gera lítið úr opinberum starfsmönnum með orðræðu sinni um of mikinn fjölda þeirra og of háan launakostnað hins opinbera. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan: Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan:
Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent