Er ríkisstjórnin stikkfrí í kjaradeilunum? Guðmundur Árni Stefansson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun