Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 09:36 Háskóli íslands Vísir/Vilhelm Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira