Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 13:31 Sóveig Anna Jónasdóttir formaður Eflingar. Vísir Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér tilkynningu í hádeginu um að þeim hefði ekki borist verkfallsboðun frá Eflingu vegna verkfalla sem höfðu verið tilkynnt þann 28. febrúar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að afhenda verkfallsboðanir fyrir næstu aðgerðir. „Við tókum ákvörðun með að bíða með að afhenda verkfallsboðanir vegna lotu þrjú í verkfallsaðgerðum Eflingar þangað til niðurstaða lægi fyrir um kosningu SA um verkbann. En fari svo að verkbann SA verði samþykkt þá hefst það um svipað leyti og verkföllin sem hér um ræðir. Þá teiknast upp sú mynd að verkföll Eflingar í þessari lotu myndu ekki hafa mikil viðbótaráhrif við aðgerðir okkar. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld til að meta þessa stöðu, vonandi verður hún orðin skýr eftir það. Við getum þá tekið þá ákvörðun um að afhenda boðanirnar í fyrrmálið sem hefur þá þau áhrif að aðgerðirnar frestast um einhverja daga. Sú atkvæðagreiðsla sem nú er í gangi hjá SA snýst um að leggja verkbann á alla meðlimi Eflingar sem starfa á almenna markaðnum eða meira en 20 þúsund manns, “ segir Sólveig. Aðspurð um hvað Efling ætli að gera sé verkbann SA ótímabundið þar til samið verði í kjaradeilunni svarar Sólveig. „Ég get ekki svarað því hvort verkbann SA verður ótímabundið. Þessi þriðja lota verkfallsaðgerða verður mögulega ekki til þess að útbúa þann viðbótarþrýsting sem henni var ætlað að gera fari svo að verkbann SA verði samþykkt. Þess vegna ætlar samninganefnd Eflingar að hittast í kvöld,“ segir Sólveig að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Samtök atvinnulífsins sendu frá sér tilkynningu í hádeginu um að þeim hefði ekki borist verkfallsboðun frá Eflingu vegna verkfalla sem höfðu verið tilkynnt þann 28. febrúar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að afhenda verkfallsboðanir fyrir næstu aðgerðir. „Við tókum ákvörðun með að bíða með að afhenda verkfallsboðanir vegna lotu þrjú í verkfallsaðgerðum Eflingar þangað til niðurstaða lægi fyrir um kosningu SA um verkbann. En fari svo að verkbann SA verði samþykkt þá hefst það um svipað leyti og verkföllin sem hér um ræðir. Þá teiknast upp sú mynd að verkföll Eflingar í þessari lotu myndu ekki hafa mikil viðbótaráhrif við aðgerðir okkar. Samninganefnd Eflingar fundar í kvöld til að meta þessa stöðu, vonandi verður hún orðin skýr eftir það. Við getum þá tekið þá ákvörðun um að afhenda boðanirnar í fyrrmálið sem hefur þá þau áhrif að aðgerðirnar frestast um einhverja daga. Sú atkvæðagreiðsla sem nú er í gangi hjá SA snýst um að leggja verkbann á alla meðlimi Eflingar sem starfa á almenna markaðnum eða meira en 20 þúsund manns, “ segir Sólveig. Aðspurð um hvað Efling ætli að gera sé verkbann SA ótímabundið þar til samið verði í kjaradeilunni svarar Sólveig. „Ég get ekki svarað því hvort verkbann SA verður ótímabundið. Þessi þriðja lota verkfallsaðgerða verður mögulega ekki til þess að útbúa þann viðbótarþrýsting sem henni var ætlað að gera fari svo að verkbann SA verði samþykkt. Þess vegna ætlar samninganefnd Eflingar að hittast í kvöld,“ segir Sólveig að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira