Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 19:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53
Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31