Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 23. febrúar 2023 12:44 Sólveig Anna Jónsdóttir ávarpaði Eflingarmeðlimi á samstöðufundi í dag. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Í ræðu sinni á fundinum sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að verkbannið sem meðlimir SA hafa greitt atkvæði um að setja í gang sé glæpur og stríðsyfirlýsing. „Þetta fólk, þeirra attitúd og ömurleiki. Þau vilja frekar gera þetta en að semja við okkur. Eitthvað sem hefur ekki verið notað gegn verkafólki í tugi ára. Það er stef sem bara fólk sem hefur misst vitið, sem er ekki í takt við raunveruleikann, myndi setja spila,“ sagði Sólveig. Hún segir það vera verkefni Eflingarmeðlima að átta sig á því að sjá hversu viðbjóðslegt og skammarlegt framferði SA og vinnuveitenda er. „Það er ekki á ábyrgð Eflingar eða verakfólks sem er að berjast fyrir betri kjörum. Þátttaka í þessu verkbanni er valkvæð fyrir fyrirtækin. Það eru engin lög eða samningar sem neyða þau í að fylgja þessu. Ég vil að þið vitið að við í Eflingu vitum að margir vinnuveitendur hafi sagt þetta við starfsfólk sitt,“ sagði Sólveig. Þeir Eflingarmeðlimir sem ekki mega mæta til vinnu í verkbanninu fá ekki greitt úr verkfallssjóði Eflingar. Sólveig segir að það þurfi að vernda sjóðinn og að hann verði ekki tæmdur með þvingun og kúgun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á ræðu Sólveigar í heild sinni. Klippa: Ræða Sólveigar Önnu á baráttufundi „Ef við borgum til allra þá tæmist sjóðurinn. Verkfallssjóðurinn verður að virka sem sjóður fyrir nefndina og svo fólk komist í verkfall. Ef spillta ráðafólkið ákveður að ráðast á sjóðinn þá er það hlutverk leiðtoga félagsins að koma í veg fyrir það,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til þess að ræða við yfirmenn sína skildu þeir ætla að neyða það í verkfall. Spyrja þá hvar mannúð þeirra sé. Líkt og greint var frá hér á Vísi fyrr í dag mun Efling ekki fara í fleiri verkfallsaðgerðir en þær sem eru í gangi í bili. Hún segir verkbannið gera öll frekari verkföll tilgangslaus. „Staðan sem er í gangi sýnir að valdafólk hefur enga samúð með verkafólki. Þeim er alveg sama um að fólk fái lág laun, þeim er sama um húsnæðismálin, þau vilja bara að þau fái sín háu laun og tryggja valdastöðu sína. Þetta er núna í höndum ríkisstjórnarinnar. Vinnuveitendur eru nú að reyna að neyða ríkisstjórnina til að vinna með sér,“ sagði Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira