Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2023 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vandar Samtökum atvinnulifsins ekki kveðjurnar í grein á Vísi. Í forgrunni er Halldór Benjamín Þorbergson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Arnar Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Aðildarfélög samþykktu verkbann á fleiri en 20.000 félaga í Eflingu í síðustu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það neyðarúrræði til að bregðast við harðandi verkfallsaðgerðum Eflingar og áhugaleysi um að semja. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að í verkbanninu felist hótun um að félagsmenn verði sviptir launum frá og með fimmtudeginum. „Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni.“ skrifar Sólveig Anna. Verkbannið snúist raunverulega um að sýna Eflingu og öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum hver ráði. „Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði.“ segir formaðurinn. Spili sig sem einræðisherra Samtök atvinnulífsins hafi reynt að spila sig sem „einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar“ sem láti eins og öllum sé skylt að framfylgja „gerræðislegum hótunum þeirra“, jafnvel atvinnurekendur sem standi utan samtakanna. „Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli,“ skrifar Sólveig Anna. Boðar hún aðgerðir í hádeginu á fimmtudag þegar verkbannið hefst. Öllum þeim sem lenda í verkbanninu sé boðið að taka þátt í þeim. „Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum,“ segir hún.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira