Von á nýjum heildarlögum um fiskeldi á vorþingi 2024 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2023 16:48 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun byggja ný heildarlög um fiskeldi á tveimur viðamiklum skýrslum sem komu út á dögunum; annars vegar skýrslu ríkisendurskoðunar og hins vegar skýrslu Boston Consulting. Þá bíður einnig niðurstaðna tveggja starfshópa um smit og strok í fiskeldi. Hún ráðgerir að leggja ný lög fyrir Alþingi á vorþingi 2024. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla Boston Consulting um framtíð lagareldis á Íslandi sýnir að atvinnugreinin geti innan tíðar orðið stór hluti af íslensku hagkerfi og samkvæmt grunnsviðsmynd gæti heildarsöluverðmæti numið allt að 6% af vergri landsframleiðslu eftir tíu ár en til þess að svo megi verða þurfi að bæta úr ýmsum brotalömum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun leggja fram drög að stefnu um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024. Hún heitir því að stjórnsýslan og eftirlit verði eflt. Í skýrslunni er tekið undir niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að úrbóta sé þörf í stjórnsýslu og lagaumhverfi lagareldis. Stærsta áskorunin sé áhrif þess á umhverfið og vistkerfi sjávar, einkum er varðar opnar sjókvíar sem er algengasta framleiðsluaðferðin. Áhrif þeirra á villta laxastofna sé sérstakt áhyggjuefni. „Í meginatriðum má segja að við þurfum að gera betur varðandi stjórnsýslu, regluverk og umhverfisáhættu en ef það er gætt að öllum þessum þáttum þá erum við í raun og veru að horfa á mjög öfluga stöð með öðrum undir íslenskum efnahag en til þess að svo megi verða þá þarf að uppfylla ákveðin skilyrði,“ segir Svandís. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að eftirlit og stjórnsýslan sé of veikburða til að fylgja eftir örum vexti sjókvíaeldis en í Boston Consulting skýrslunni kemur fram stórhuga áform séu uppi í landeldi einnig. Áætluð verkefni á Íslandi gera ráð fyrir framleiðslu upp á 105 til 125 kT þegar fullri framleiðslu er náð. Á dögunum vakti deildarstjóri fiskeldis hjá MAST athygli á þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem í hönd fer og benti á að niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar sé meðal annars sú að of fáu starfsfólki sé ætlað of mikið. Nú blasi við að stofnuninni verði einnig gert að tryggja dýravelferð í landeldi og því sé deginum ljósara að stofnunin þurfi mun meira fjármagn. Svandís tekur undir þetta sjónarmið. „Jú, það er í raun og veru engin spurning. Ríkisendurskoðun horfir náttúrulega líka til lagarammans og regluverksins. Það skortir reglu, ramma og utanumhald varðandi möguleikana í lagareldi og ég tala nú ekki um úthafseldinu en í öllum þessum greinum þá þurfum við að bæta í hvað varðar eftirlit og sérstaklega eftirlit með þessum dýravelferðarmálum og auðvitað til þess að koma í veg fyrir smit og strok og svo framvegis og það þýðir einfaldlega, eins og þú bendir á, meiri mönnun og aukið fjármagn.“ Svandís hefur í hyggju að leggja fram stefnudrög um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024 - á meðal tillagna verði sterkari stjórnsýsla. „Já, það er engin spurning,“ segir Svandís sem heldur áfram: „Það er algjörlega kominn tími til að ná almennilega utan um þennan ört vaxandi atvinnuveg og við verðum að stilla þetta þannig af að samfélagið sé með þessa sameiginlegu sýn fyrir okkur öll, hvert við viljum fara, frekar en að elta iðnaðinn með veikburða regluverki.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun leggja fram drög að stefnu um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024. Hún heitir því að stjórnsýslan og eftirlit verði eflt. Í skýrslunni er tekið undir niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að úrbóta sé þörf í stjórnsýslu og lagaumhverfi lagareldis. Stærsta áskorunin sé áhrif þess á umhverfið og vistkerfi sjávar, einkum er varðar opnar sjókvíar sem er algengasta framleiðsluaðferðin. Áhrif þeirra á villta laxastofna sé sérstakt áhyggjuefni. „Í meginatriðum má segja að við þurfum að gera betur varðandi stjórnsýslu, regluverk og umhverfisáhættu en ef það er gætt að öllum þessum þáttum þá erum við í raun og veru að horfa á mjög öfluga stöð með öðrum undir íslenskum efnahag en til þess að svo megi verða þá þarf að uppfylla ákveðin skilyrði,“ segir Svandís. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kom fram að eftirlit og stjórnsýslan sé of veikburða til að fylgja eftir örum vexti sjókvíaeldis en í Boston Consulting skýrslunni kemur fram stórhuga áform séu uppi í landeldi einnig. Áætluð verkefni á Íslandi gera ráð fyrir framleiðslu upp á 105 til 125 kT þegar fullri framleiðslu er náð. Á dögunum vakti deildarstjóri fiskeldis hjá MAST athygli á þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem í hönd fer og benti á að niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar sé meðal annars sú að of fáu starfsfólki sé ætlað of mikið. Nú blasi við að stofnuninni verði einnig gert að tryggja dýravelferð í landeldi og því sé deginum ljósara að stofnunin þurfi mun meira fjármagn. Svandís tekur undir þetta sjónarmið. „Jú, það er í raun og veru engin spurning. Ríkisendurskoðun horfir náttúrulega líka til lagarammans og regluverksins. Það skortir reglu, ramma og utanumhald varðandi möguleikana í lagareldi og ég tala nú ekki um úthafseldinu en í öllum þessum greinum þá þurfum við að bæta í hvað varðar eftirlit og sérstaklega eftirlit með þessum dýravelferðarmálum og auðvitað til þess að koma í veg fyrir smit og strok og svo framvegis og það þýðir einfaldlega, eins og þú bendir á, meiri mönnun og aukið fjármagn.“ Svandís hefur í hyggju að leggja fram stefnudrög um iðnaðinn í september og leggja fyrir Alþingi ný heildarlög um fiskeldi á vorþingi 2024 - á meðal tillagna verði sterkari stjórnsýsla. „Já, það er engin spurning,“ segir Svandís sem heldur áfram: „Það er algjörlega kominn tími til að ná almennilega utan um þennan ört vaxandi atvinnuveg og við verðum að stilla þetta þannig af að samfélagið sé með þessa sameiginlegu sýn fyrir okkur öll, hvert við viljum fara, frekar en að elta iðnaðinn með veikburða regluverki.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25
Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54
Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27