Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hefst í hádeginu Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 07:08 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem kynnt var á miðvikudaginn, hefst í hádeginu í dag. Henni lýkur svo næstkomandi miðvikudag, 8. mars klukkan tíu fyrir hádegi. Atkvæðagreiðslan er rafræn og geta þeir sem eru aðilar að samningnum tekið þátt á vefsíðu embættis ríkissáttasemjara. Verði miðlunartillagan samþykkt fá félagar í Eflingu sömu launahækkanir og í kjarasamningum annarra félaga Starfsgreinasambandsins sem náðust við SA í byrjun desembermánaðar. Launahækkanirnar verða afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Að auki er komið sérstaklega til móts við kröfur starfsfólks á hótelum og bílstjóra. Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður skrifleg atkvæðagreiðsla á kjörfundi á skrifstofu ríkissáttasemjara að Borgartúni á mánudag og þriðjudag. Þeir sem óska að greiða atkvæði á kjörfundi skulu hafa með sér skilríki. Meðalhækkunin 42 þúsund krónur Á vef ríkissáttasemjara má sjá að miðlunartillagan feli í sér að kauptaxtar aðalkjarasamnings hækki á bilinu 35 þúsund til 52.258 krónur á mánuði og sé meðalhækkun um 42 þúsund krónur. „Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9.5% til 13% og meðalhækkun rúmlega 11% Hægt er að sjá hækkun taxta í miðlunartillögunni og reikna út launahækkanir hvers og eins í reiknivélinni. Með tillögunni er stofnað nýtt starfsheiti, Almennt starfsfólk gistihúsa, sem að loknum þriggja mánaða reynslutíma raðast í launaflokk 6. Mánaðarlaun félagsfólks sem tekur ekki laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33.000 krónur frá 1. nóvember 2022,“ segir um samninginn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan er rafræn og geta þeir sem eru aðilar að samningnum tekið þátt á vefsíðu embættis ríkissáttasemjara. Verði miðlunartillagan samþykkt fá félagar í Eflingu sömu launahækkanir og í kjarasamningum annarra félaga Starfsgreinasambandsins sem náðust við SA í byrjun desembermánaðar. Launahækkanirnar verða afturvirkar frá 1. nóvember 2022. Að auki er komið sérstaklega til móts við kröfur starfsfólks á hótelum og bílstjóra. Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður skrifleg atkvæðagreiðsla á kjörfundi á skrifstofu ríkissáttasemjara að Borgartúni á mánudag og þriðjudag. Þeir sem óska að greiða atkvæði á kjörfundi skulu hafa með sér skilríki. Meðalhækkunin 42 þúsund krónur Á vef ríkissáttasemjara má sjá að miðlunartillagan feli í sér að kauptaxtar aðalkjarasamnings hækki á bilinu 35 þúsund til 52.258 krónur á mánuði og sé meðalhækkun um 42 þúsund krónur. „Hlutfallsleg hækkun kauptaxta er á bilinu 9.5% til 13% og meðalhækkun rúmlega 11% Hægt er að sjá hækkun taxta í miðlunartillögunni og reikna út launahækkanir hvers og eins í reiknivélinni. Með tillögunni er stofnað nýtt starfsheiti, Almennt starfsfólk gistihúsa, sem að loknum þriggja mánaða reynslutíma raðast í launaflokk 6. Mánaðarlaun félagsfólks sem tekur ekki laun samkvæmt kauptöxtum kjarasamnings hækka um 33.000 krónur frá 1. nóvember 2022,“ segir um samninginn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50
Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06
Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33
Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40