Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 12:46 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku. Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku.
Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32