VR fyrir öll – upplýsingar til Elvu, frambjóðanda til formanns Helga Ingólfsdóttir skrifar 4. mars 2023 15:00 Elva Hrönn Hjartardóttir frambjóðandi til formanns VR setti fram skoðun hér á Visi.is í morgun sem mig langar að bregðast við. Félagsmenn VR sem eru að nálgast 40 þúsund eru vissulega fjölbreyttur hópur og allt starf félagsins tekur mið af því. Jafnréttis og mannréttindamál skipa stóran sett í allri starfsemi félagsins sem þróast í takt við þarfir félagsmanna og breytingar í samfélaginu. Jafnlaunavottun VR var einmitt það sem dró mig að félaginu á sínum tíma og á vegum stjórnar VR eru starfandi margar nefndir, þar á meðal Jafnréttisnefnd. Vakað á vaktinni – 3ja vaktin er orð ársins! Elva telur að VR hafi sofið á jafnréttisvaktinni en nefnir ekki einu orði 3ju vaktina sem er öflugt átak Jafnréttisnefndar VR undir formennsku Fríðu Thoroddsen, stjórnarkonu í VR. Herferðin um 3ju vaktina vakti svo mikla athygli að það var nefnt orð ársins. Tilgangurinn með 3ju vaktinni felst í því að opna umræðu um hver ber ábyrgð á mörgum þáttum í heimilishaldi, uppeldi og ummönnun fjölskyldumeðlima. Hvað skyldum við mörg þekkja dæmi um að þarna hefur ekki verið rétt gefið og misjöfn ábyrgð foreldra á uppeldi og ummönnum hefur síðan leitt til þess að annað foreldri og oftar móðirin axlar meiri ábyrgð sem aftur hefur áhrif á starfsframa og möguleika á betri kjörum. Við vitum öll að það er enn verk að vinna að ná launajafnrétti og tryggja jafna möguleika allra kynja á vinnumarkaði og svo sannarlega má ekki gleyma að nefna það sem vel er gert og 3ja vaktin er klárlega eitt dæmi af mörgum þar sem VR hefur látið til sín taka í jafnréttismálum. Stjórn VR er samninganefnd félagsins og 6000 félagsmenn taka þátt Það er sérstakt að heyra endurtekið af hálfu Elvu að tveir aðilar(lesist: karlmenn) fari fyrir samningaviðræðum 40 þúsund félagsmanna VR og miður að upplifa vanþekkingu hennar á innra starfi félagsins VR og starfi stjórnar sem er jafnframt samninganefnd félagins. Stjórn VR sem er skipuð 7 konum og 7 körlum er formleg samninganefnd VR og tekur sitt hlutverk alvarlega. Kjaramálasvið VR er svo skipað öflugum starfsmönnum af báðum kynjum og víðtækt samráð er haft við félagsmenn og trúnaðarráð um áherslur félagsmanna og forgangsröðun. Rödd fjölbreytileikans innan VR kemur svo sannarlega fram í kröfugerð félagsins sem 6000 félagsmenn taka þátt í að móta. Margra mánaða vinna kjaramálasviðs og hagfræðideildar félagsins kemur svo á borð stjórnar til umræðu í aðdraganda kjaraviðræðna og þannig fær formaður sitt umboð. Kraftur í baráttunni og ójafnrétti víða Stærsta stéttarfélag landsins VR beitir sér stöðugt fyrir jafnrétti og mannréttindum og stendur öfluga vakt um helstu baráttumál félagsmanna sinna. VR hefur vakið sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi og áreitni með herferðum og sett fræðsluefni á heimasíðu félagsins. Sitjandi stjórn VR og Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins hafa beitt sér sérstaklega fyrir því mikla ójafnrétti sem felst í mismunandi aðgengi að öruggu húsnæði og þeirri baráttu er ekki lokið. Unga fólkið okkar þarf að sjá möguleika á að geta flutt að heiman og geta framfleytt sér. VR er fjárhagslegur bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn skerðingum en ójafnrétti eldri borgara er mikið þar sem skerðingar á greiðslum frá Tryggingarstofnun taka 70% af hækkun á lífeyri frá Live sem er nöturlegt fyrir eldri borgara sem ekki eiga mikinn rétt hjá sjóðnum. Laun sem duga til framfærslu er svo stærsta mannréttindamálið því þannig leggjum við grunn að sjálfstæði og reisn allra. Er kominn tími á breytingar? Styrkur VR felst í öflugu lýðræði með rafrænum kosningum á hverju ári þar sem kosið er um 7 fulltrúa í stjórn og á tveggja ára fresti þar kosið er til formanns. Hvort það er kominn tími á breytingar er í höndum félagmanna en það er umhugsunarefni þegar tæpt ár er í að samningar verði lausir á ný og viðræður um næsta kjarasamning þegar komnar í ákveðinn farveg. Miðað við þá hörku sem viðsemjendur okkar hafa sýnt nýverið í samingum mun reyna verulega á reynslu, kraft og þor stjórnar og formanns VR í næstu kjaralotu. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Elva Hrönn Hjartardóttir frambjóðandi til formanns VR setti fram skoðun hér á Visi.is í morgun sem mig langar að bregðast við. Félagsmenn VR sem eru að nálgast 40 þúsund eru vissulega fjölbreyttur hópur og allt starf félagsins tekur mið af því. Jafnréttis og mannréttindamál skipa stóran sett í allri starfsemi félagsins sem þróast í takt við þarfir félagsmanna og breytingar í samfélaginu. Jafnlaunavottun VR var einmitt það sem dró mig að félaginu á sínum tíma og á vegum stjórnar VR eru starfandi margar nefndir, þar á meðal Jafnréttisnefnd. Vakað á vaktinni – 3ja vaktin er orð ársins! Elva telur að VR hafi sofið á jafnréttisvaktinni en nefnir ekki einu orði 3ju vaktina sem er öflugt átak Jafnréttisnefndar VR undir formennsku Fríðu Thoroddsen, stjórnarkonu í VR. Herferðin um 3ju vaktina vakti svo mikla athygli að það var nefnt orð ársins. Tilgangurinn með 3ju vaktinni felst í því að opna umræðu um hver ber ábyrgð á mörgum þáttum í heimilishaldi, uppeldi og ummönnun fjölskyldumeðlima. Hvað skyldum við mörg þekkja dæmi um að þarna hefur ekki verið rétt gefið og misjöfn ábyrgð foreldra á uppeldi og ummönnum hefur síðan leitt til þess að annað foreldri og oftar móðirin axlar meiri ábyrgð sem aftur hefur áhrif á starfsframa og möguleika á betri kjörum. Við vitum öll að það er enn verk að vinna að ná launajafnrétti og tryggja jafna möguleika allra kynja á vinnumarkaði og svo sannarlega má ekki gleyma að nefna það sem vel er gert og 3ja vaktin er klárlega eitt dæmi af mörgum þar sem VR hefur látið til sín taka í jafnréttismálum. Stjórn VR er samninganefnd félagsins og 6000 félagsmenn taka þátt Það er sérstakt að heyra endurtekið af hálfu Elvu að tveir aðilar(lesist: karlmenn) fari fyrir samningaviðræðum 40 þúsund félagsmanna VR og miður að upplifa vanþekkingu hennar á innra starfi félagsins VR og starfi stjórnar sem er jafnframt samninganefnd félagins. Stjórn VR sem er skipuð 7 konum og 7 körlum er formleg samninganefnd VR og tekur sitt hlutverk alvarlega. Kjaramálasvið VR er svo skipað öflugum starfsmönnum af báðum kynjum og víðtækt samráð er haft við félagsmenn og trúnaðarráð um áherslur félagsmanna og forgangsröðun. Rödd fjölbreytileikans innan VR kemur svo sannarlega fram í kröfugerð félagsins sem 6000 félagsmenn taka þátt í að móta. Margra mánaða vinna kjaramálasviðs og hagfræðideildar félagsins kemur svo á borð stjórnar til umræðu í aðdraganda kjaraviðræðna og þannig fær formaður sitt umboð. Kraftur í baráttunni og ójafnrétti víða Stærsta stéttarfélag landsins VR beitir sér stöðugt fyrir jafnrétti og mannréttindum og stendur öfluga vakt um helstu baráttumál félagsmanna sinna. VR hefur vakið sérstaka athygli á kynbundnu ofbeldi og áreitni með herferðum og sett fræðsluefni á heimasíðu félagsins. Sitjandi stjórn VR og Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins hafa beitt sér sérstaklega fyrir því mikla ójafnrétti sem felst í mismunandi aðgengi að öruggu húsnæði og þeirri baráttu er ekki lokið. Unga fólkið okkar þarf að sjá möguleika á að geta flutt að heiman og geta framfleytt sér. VR er fjárhagslegur bakhjarl Gráa hersins í lögsókn gegn skerðingum en ójafnrétti eldri borgara er mikið þar sem skerðingar á greiðslum frá Tryggingarstofnun taka 70% af hækkun á lífeyri frá Live sem er nöturlegt fyrir eldri borgara sem ekki eiga mikinn rétt hjá sjóðnum. Laun sem duga til framfærslu er svo stærsta mannréttindamálið því þannig leggjum við grunn að sjálfstæði og reisn allra. Er kominn tími á breytingar? Styrkur VR felst í öflugu lýðræði með rafrænum kosningum á hverju ári þar sem kosið er um 7 fulltrúa í stjórn og á tveggja ára fresti þar kosið er til formanns. Hvort það er kominn tími á breytingar er í höndum félagmanna en það er umhugsunarefni þegar tæpt ár er í að samningar verði lausir á ný og viðræður um næsta kjarasamning þegar komnar í ákveðinn farveg. Miðað við þá hörku sem viðsemjendur okkar hafa sýnt nýverið í samingum mun reyna verulega á reynslu, kraft og þor stjórnar og formanns VR í næstu kjaralotu. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun