„Við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. mars 2023 21:48 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld þar sem úrslitin réðust með risastórum þristi frá Raquel Laneiro. Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55