„Við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. mars 2023 21:48 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkingar unnu ótrúlegan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Subway-deild kvenna í kvöld þar sem úrslitin réðust með risastórum þristi frá Raquel Laneiro. Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa af ráði sínu í sókninni á undan þar sem þær köstuðu boltanum í hendurnar á Keflvíkingum og þurftu því að brjóta aftur, tveimur stigum undir. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann hefði ekki teiknað þetta nákvæmlega svona upp en leikmennirnir hefðu náð að útfæra lokasóknina frábærlega. „Sko. Nei. Ég ætlaði að fá þriggja stiga skot en við tókum Krýsuvíkurleiðina að þessu. Köstum boltanum frá okkur og leikurinn eiginlega farinn en áhorfendur hjálpuðu. Voru með læti í stúkunni sem setti pressu á Karinu sem klikkaði úr báðum vítunum. Frábærlega útfært hraðaupphlaup og góð sending á góðan skotmann sem setti stórt skot.“ Njarðvíkingar hittu ekki á góðan skotdag að þessu sinni, aðeins átta þristar ofan í í 31 skoti, sem gefur 25 prósent nýtingu. Rúnar sagði að hans konur gætu verið miklu agaðari í sínum sóknaraðgerðum en þegar þær náðu að búa til opin skot, þá rötuðu þau ofan í. „Mér fannst öll þriggjastigaskotin sem fóru ofan í það eru galopin skot, þar sem við erum að fara inn í teiginnn og erum að koma honum aftur út á galopna skotmenn til að grípa og skjóta. Rocky (Raquel Laneiro) var kannski með nokkra af driplinu í hraðaupphlaupum en við getum gert ennþá betur í að búa til galopin þriggjastiga skot.“ „Sóknaraðgerðirnar okkar geta verið miklu agaðari heilt yfir. Heilt yfir erum við alltof mikið að skoða og bara gera eitthvað og þá verðum við stundum svolítið ráðvilltar og erum ekki að finna réttu sendingarnar og þar fram eftir götunum. Þannig að ég er mjög ánægður með að vinna en mér finnst við eiga alveg fullt inni.“ Þetta var fyrsti sigur Njarðvíkur í vetur gegn liðinu í efstu þremur sætunum. Sendir það ekki ákveðin skilaboð til hinna liðanna að Njarðvík sé að finna fjölina sína á lokaspretti deildarinnar? „Að sjálfsögðu en ég trúi samt mest að þetta hjálpi okkur. Hjálpi sjálfstraustinu okkar að taka svona leik og hvað þá með svona skoti á lokasekúndunn, það gefur manni mikið, sætur sigur. En ég er búinn að vita það allt tímabilið að við erum alveg á pari við þessi topp þrjú lið.“ „Við erum að verða aðeins rútíneraðri í þessu sem við erum að gera. Við eigum ennþá inni þar, varnarlega líka, þar þurfum við að stoppa í nokkur göt sem voru að koma upp í þessum leik líka. En heilt yfir erum við að taka stíganda og bara frá svona fimm leikjum síðan erum við orðið betra körfuboltalið og eigum eftir að verða betra körfuboltalið, og það er akkúrat árstíminn til þess núna.“ Nú er úrslitakeppnissætið tryggt og að sama skapi komast Njarðvíkingar ekki ofar í töfluna úr þessu. Eru þær að fara að spara sig í síðustu fjórum leikjunum? „Það koma leikir núna gegn ÍR og Breiðabliki. Það eru leikir þar sem við munum klárlega rótera meira en við gerðum í kvöld, þar sem við vorum í bara sjö manna róteringu. Svo eru tvær aðrar upphitanir fyrir úrslitakeppnina gegn Haukum og Val. Við ætlum að sjálfsögðu að vera skynsöm, nýtt körfuboltamót byrjar í apríl og það ætlum við að vera með allar heilar, en þetta kemur bara í ljós, leik fyrir leik,“ sagði kampakátur Rúnar Ingi að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 75-74 | Hádramatík og montrétturinn hafnaði í Njarðvík Njarðvík og Keflavík mættust í slagnum um Reykjanesbæ í kvöld í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík fór að lokum með sigur af hólmi á hádramatískum lokasekúndum. 12. mars 2023 22:55
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins