Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 12:29 Það hefur heldur betur hitnað í kolunum í framboðsslagnum hjá VR. vísir/vilhelm Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. „Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira