Hættir sem formaður eftir að hafa greinst með heilaæxli Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2023 07:47 Karl Ágúst Úlfsson tók við formennsku í Rithöfundasambandi Íslands árið 2018. Hann var endurkjörinn á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Karl Ágúst Úlfsson hefur ákveðið að láta af formennsku í Rithöfundasambandi Íslands eftir að hafa greinst með heilaæxli fyrir þremur mánuðum. Karl Ágúst greinir frá þessu í færslu til félaga í Rithöfundasambandinu Íslands á Facebook. Þar segir hann að æxlið hafi verið skorið burt í aðgerð sem hafi heppnast vel og reynst vera góðkynja. Hann segir heilsuna þó vera þannig að hann eigi langt í land með að geta stundað þau störf sem hann hafi tekið að sér. Karl Ágúst tók við formennsku í félaginu árið 2018 af Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og var endurkjörinn formaður til tveggja ára á síðasta ári. Áhrif aðgerðarinnar erfið viðureignar Í færslunni segir hann að áhrif skurðaðgerðar á heila manns geti verið mikil og erfið viðureignar. Hann segir aðgerðina hafa dregið stórlega úr líkamlegri getu sinni, en að hann hafi þó náð að endurheimta hana að hluta með sjúkraþjálfun. „Það er þó einkum og sér í lagi breytt starfsemi heilans sem háir mér og á að öllum líkindum eftir að skila sér til baka á löngu tímabili. Það hefur kveikt hjá mér alvarlegan efa á að ég búi nú um allnokkurt skeið yfir andlegri og vitsmunalegri getu sem mér þykir nauðsynleg til að sinna formennsku sambandsins jafn vel og æskilegt er,“ segir Karl Ágúst og bætir við að af þeirri ástæðu hafi hann óskað eftir að hætta sem formaður Rithöfundasambandsins. Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Margrét tekur við skyldum formanns Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambandsins, mun gegna skyldum formanns þar til að annað verður ákveðið. „Ég tel það þó rétta ákvörðun og óska eftir að einhver taki við keflinu sem ræður við það betur en ég um þessar mundir. Loks vil ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt og gott samstarf við annað stjórnarfólk, samninganefndir og alla þá sem tekið hafa að sér að þjóna hagsmunum rithöfunda á öllum sviðum,“ segir í lok færslu Karls Ágústs. Félagasamtök Bókmenntir Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Karl Ágúst greinir frá þessu í færslu til félaga í Rithöfundasambandinu Íslands á Facebook. Þar segir hann að æxlið hafi verið skorið burt í aðgerð sem hafi heppnast vel og reynst vera góðkynja. Hann segir heilsuna þó vera þannig að hann eigi langt í land með að geta stundað þau störf sem hann hafi tekið að sér. Karl Ágúst tók við formennsku í félaginu árið 2018 af Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og var endurkjörinn formaður til tveggja ára á síðasta ári. Áhrif aðgerðarinnar erfið viðureignar Í færslunni segir hann að áhrif skurðaðgerðar á heila manns geti verið mikil og erfið viðureignar. Hann segir aðgerðina hafa dregið stórlega úr líkamlegri getu sinni, en að hann hafi þó náð að endurheimta hana að hluta með sjúkraþjálfun. „Það er þó einkum og sér í lagi breytt starfsemi heilans sem háir mér og á að öllum líkindum eftir að skila sér til baka á löngu tímabili. Það hefur kveikt hjá mér alvarlegan efa á að ég búi nú um allnokkurt skeið yfir andlegri og vitsmunalegri getu sem mér þykir nauðsynleg til að sinna formennsku sambandsins jafn vel og æskilegt er,“ segir Karl Ágúst og bætir við að af þeirri ástæðu hafi hann óskað eftir að hætta sem formaður Rithöfundasambandsins. Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Margrét tekur við skyldum formanns Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambandsins, mun gegna skyldum formanns þar til að annað verður ákveðið. „Ég tel það þó rétta ákvörðun og óska eftir að einhver taki við keflinu sem ræður við það betur en ég um þessar mundir. Loks vil ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt og gott samstarf við annað stjórnarfólk, samninganefndir og alla þá sem tekið hafa að sér að þjóna hagsmunum rithöfunda á öllum sviðum,“ segir í lok færslu Karls Ágústs.
Félagasamtök Bókmenntir Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira