Fjallið, dýrin og framtíðin Pétur Heimisson skrifar 15. mars 2023 08:01 Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Pétur Heimisson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun