Tottenham goðsagnir hafa eftir allt saman verið Man City aðdáendur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 11:02 Teddy Sheringham og Glenn Hoddle spiluðu báðir fyrir Tottenham en í grunninn eru þeir Manchester City aðdéndur. Eða hvað? Steve Bardens/Getty Images Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár. Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Sjá meira
Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Sjá meira