Er engin arðsemi af menntun háskólakennara? Pétur Henry Petersen, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 16. mars 2023 12:30 Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Kjaramál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun