Arsenal með átta stiga forskot eftir sigur gegn þjálfaralausu liði Crystal Palace Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2023 16:00 Bukayo Saka skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í dag. Vísir/Getty Arsenal vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fyrir leik var vitað að Arsenal gat náð átta stiga forskoti á toppi deildarinnar þar sem Manchester City sem situr í öðru sæti leikur ekki í deildinni fyrr en eftir komandi landsleikjahlé. Palace-menn mættu til leiks í fyrsta skipti eftir að félagið lét þjálfarann Patrick Vieira og þeir voru lentir undir eftir tæplega hálftíma leik þegar Gabriel Martinelli braut ísinn fyrir Arsenal. Bukayo Saka bætti svo öðru marki við fyrir Arsenal stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn breyttu stöðunni í 3-0 með marki frá Granit Xhaka á 55. mínútu, en Jeffrey Schlupp minnkaði muninn fyrir gestina stuttu síðar. Bukayo Saka bætti þó öðru marki sínu við á 74. mínútu og endurheimti þriggja marka forystu gestanna. Það reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Arsenal sem nú er með 69 stig eftir 28 leiki, átta stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City sem sitja í öðru sæti. Crystal Palave situr hins vegar í 12. sæti með 27 stig, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið og fallbaráttan blasir við liðinu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vieira rekinn á Patreksdaginn Patrick Vieira hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace. 17. mars 2023 08:13 Hálfáttræður Hodgson gæti tekið aftur við Palace Samkvæmt veðbönkum er Roy Hodgson líklegastur til að taka við Crystal Palace, tveimur árum eftir að hann hætti hjá félaginu. 17. mars 2023 14:02
Arsenal vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fyrir leik var vitað að Arsenal gat náð átta stiga forskoti á toppi deildarinnar þar sem Manchester City sem situr í öðru sæti leikur ekki í deildinni fyrr en eftir komandi landsleikjahlé. Palace-menn mættu til leiks í fyrsta skipti eftir að félagið lét þjálfarann Patrick Vieira og þeir voru lentir undir eftir tæplega hálftíma leik þegar Gabriel Martinelli braut ísinn fyrir Arsenal. Bukayo Saka bætti svo öðru marki við fyrir Arsenal stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn breyttu stöðunni í 3-0 með marki frá Granit Xhaka á 55. mínútu, en Jeffrey Schlupp minnkaði muninn fyrir gestina stuttu síðar. Bukayo Saka bætti þó öðru marki sínu við á 74. mínútu og endurheimti þriggja marka forystu gestanna. Það reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Arsenal sem nú er með 69 stig eftir 28 leiki, átta stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City sem sitja í öðru sæti. Crystal Palave situr hins vegar í 12. sæti með 27 stig, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið og fallbaráttan blasir við liðinu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Vieira rekinn á Patreksdaginn Patrick Vieira hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace. 17. mars 2023 08:13 Hálfáttræður Hodgson gæti tekið aftur við Palace Samkvæmt veðbönkum er Roy Hodgson líklegastur til að taka við Crystal Palace, tveimur árum eftir að hann hætti hjá félaginu. 17. mars 2023 14:02
Vieira rekinn á Patreksdaginn Patrick Vieira hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace. 17. mars 2023 08:13
Hálfáttræður Hodgson gæti tekið aftur við Palace Samkvæmt veðbönkum er Roy Hodgson líklegastur til að taka við Crystal Palace, tveimur árum eftir að hann hætti hjá félaginu. 17. mars 2023 14:02