Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:25 Katrín Jakobsdóttir mátti þola framíköll á meðan hún flutti opnunarræðu landsfundar Vinstri grænna. Stöð 2/Arnar Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum. Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum.
Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46