Þó sigurinn hafi á endanum verið nokkuð öruggur þá tók það sinn tíma fyrir Brighton að brjóta gestina endanlega á bak aftur. Deniz Undaz kom úrvalsdeildarliðinu yfir eftir aðeins sex mínútna leik en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Deniz is a Menace #EmiratesFACup pic.twitter.com/JkpePRMC6v
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023
Evan Ferguson tvöfaldaði forystuna á 51. mínútu og hélt hann hefði skorað annað mark sitt og þriðja mark Brighton aðeins fimm mínútum síðar. Það mark var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.
It's that man again @Evan_Ferguson9 knows where the net is #EmiratesFACup pic.twitter.com/PjyIG4EWbE
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023
Ferguson bætti á endanum við öðru marki sínu og þriðja marki Brighton þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Solly March skoraði fjórða markið á 82. mínútu og á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Kaoru Mitoma fimmta mark heimamanna.
Getting in on the act @kaoru_mitoma manages to grab one #EmiratesFACup pic.twitter.com/ut2bcda1aO
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 19, 2023
Lokatölur 5-0 og Brighton komið í undanúrslit ásamt Manchester City og Sheffield United. Síðar í dag kemur í ljós hvort Manchester United eða Fulham verði síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.