Uppsögn vegna persónulegra lána dæmd ólögleg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2023 11:46 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins. Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins. Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins.
Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira