Staddur í hvíldarrými og ekki í belti þegar banaslysið átti sér stað Bjarki Sigurðsson skrifar 22. mars 2023 13:04 Vörubifreiðin valt á hægri hliðina vegna vindhviðu. RNSA Karlmaður sem lést er vörubifreið valt á hliðina á Suðurlandsvegi í fyrra var staddur í hvíldarrými bifreiðarinnar og var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa þarf Ríkisútvarpið að yfirfara verklag sitt við gerð veðurkorta eftir slysið. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var fyrr í vikunni. Slysið átti sér stað seint um kvöld þann 3. febrúar í fyrra. Bílstjóri ók vörubifreiðinni og var með farþega í hvíldarrými hennar. Ekið var eftir Suðurlandsvegi, um það bil 1,7 kílómetra austan við brú við Brunná. Vindhviða skall á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lyftist upp og valt á hægri hliðina. Sennilega þrýsti vindurinn vagnlestinni til hægri af miklum þunga, lyfti festivagninum og síðan bifreiðinni. Við þetta hlaut farþeginn, sem ekki var í öryggisbelti, banvæna áverka en ökumaðurinn slasaðist einnig. Farþeginn kastaðist til inni í stýrishúsi bifreiðarinnar. Ekki fannst neitt að bifreiðinni, fyrir utan það að mismunur var á hemlakröftum á ásum hennar. Nefndinni þykir það þó ósennilegt að það hafi átt þátt í slysinu. Vörubifreiðin valt á hægri hliðina vegna vindhviðu.RNSA Eftir að slysið átti sér stað þurfti ökumaðurinn að hlúa að farþeganum. Hann fann ekki farsíma þeirra og þurfti því að brjóta sér leið út um þaklúgu ökutækisins til þess að sækja aðstoð. Gekk hann síðan tveggja kílómetra leið í átt að næsta bæ. Vindhraðagreiningar fóru fram nokkru frá slysstað en á báðum stöðum mældist hann 20 metrar á sekúndu. Hviður náðu 24 til 27 metrum á sekúndu. Gul veðurviðvörun var á svæðinu og sagði í spá Veðurstofu Íslands að spáð væri „vaxandi norðvestanátt, 18-25 austantil seint í kvöld, en 10-18 vestantil.“ Ökumaður kvaðst hafa fylgst með sjálfvirkum vindhraðamælingum á svæðinu í smáforriti í farsíma. Hann hafi einnig horft á veðurfréttirnar í seinni kvöldfréttunum hjá RÚV. Út frá þeim upplýsingum hafi hann metið að um venjubundið vetrarveður væri að ræða og ekki séð ástæðu til þess að stöðva aksturinn af þeim sökum. Á mynd sem sýnd er í skýrslunni má sjá spákort RÚV sem birtist í veðurfréttatíma þeirra kl 22 sama kvöld. Vindmerking þar sýndi spá um mun minni vindstyrk en Veðurstofan hafði gefið út. Veðurkort RÚV úr fréttum klukkan 22 sama dag og slysið átti sér stað. Orsakagreining nefndarinnar leiddi í ljós sex orsakir. Þær eru: ⁃ Mikil vindhviða eða vindstrengur feykti festivagninum og velti vagnlestinni ⁃ Farþeginn, sem lést, var ekki í spenntur í öryggisbelti ⁃ Ökumaðurinn hugði ekki nægjanlega að veðurviðvörun sem var í gildi á svæðinu ⁃ Ökumaðurinn vanmat hættu vegna létts farms festivagnsins í miklum vindi ⁃ Framsetning vindaspár á svæðinu í veðurfréttum RÚV var misvísandi ⁃ Veðuraðstæður á slysstað voru sennilega verri en spár gáfu til kynna Í tillögum nefndarinnar segir að í ljós hafi komið að rekstraraðili vörubifreiðarinnar, sem bílstjórinn var verktaki hjá, hafi ekki unnið öryggis- og heilbrigðisáætlun innan fyrirtækisins líkt og lög krefjast. Því er beint til veghaldara á slysstað að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að setja upp veðurstöð í grennd við slysstað. Sennilegt sé að veðurhæð þar hafi verið mun meiri en mæligögn úr næstu veðurstöðvum sýndu. Þá beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að útbúa fræðsluefni fyrir ökumenn um notkun veðurviðvarana, veðurspáa og annarra veðurgagna. RÚV er beðið um að yfirfara verklag við gerð veðurkorta þar sem að á veðurkorti þeirra sem ökumaðurinn skoðaði rétt fyrir slysið hafi verið með framsetningu sem gæti skapað misskilning hjá áhorfendum. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar í heild sinni hér. Samgönguslys Skaftárhreppur Fjölmiðlar Veður Umferðaröryggi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var fyrr í vikunni. Slysið átti sér stað seint um kvöld þann 3. febrúar í fyrra. Bílstjóri ók vörubifreiðinni og var með farþega í hvíldarrými hennar. Ekið var eftir Suðurlandsvegi, um það bil 1,7 kílómetra austan við brú við Brunná. Vindhviða skall á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lyftist upp og valt á hægri hliðina. Sennilega þrýsti vindurinn vagnlestinni til hægri af miklum þunga, lyfti festivagninum og síðan bifreiðinni. Við þetta hlaut farþeginn, sem ekki var í öryggisbelti, banvæna áverka en ökumaðurinn slasaðist einnig. Farþeginn kastaðist til inni í stýrishúsi bifreiðarinnar. Ekki fannst neitt að bifreiðinni, fyrir utan það að mismunur var á hemlakröftum á ásum hennar. Nefndinni þykir það þó ósennilegt að það hafi átt þátt í slysinu. Vörubifreiðin valt á hægri hliðina vegna vindhviðu.RNSA Eftir að slysið átti sér stað þurfti ökumaðurinn að hlúa að farþeganum. Hann fann ekki farsíma þeirra og þurfti því að brjóta sér leið út um þaklúgu ökutækisins til þess að sækja aðstoð. Gekk hann síðan tveggja kílómetra leið í átt að næsta bæ. Vindhraðagreiningar fóru fram nokkru frá slysstað en á báðum stöðum mældist hann 20 metrar á sekúndu. Hviður náðu 24 til 27 metrum á sekúndu. Gul veðurviðvörun var á svæðinu og sagði í spá Veðurstofu Íslands að spáð væri „vaxandi norðvestanátt, 18-25 austantil seint í kvöld, en 10-18 vestantil.“ Ökumaður kvaðst hafa fylgst með sjálfvirkum vindhraðamælingum á svæðinu í smáforriti í farsíma. Hann hafi einnig horft á veðurfréttirnar í seinni kvöldfréttunum hjá RÚV. Út frá þeim upplýsingum hafi hann metið að um venjubundið vetrarveður væri að ræða og ekki séð ástæðu til þess að stöðva aksturinn af þeim sökum. Á mynd sem sýnd er í skýrslunni má sjá spákort RÚV sem birtist í veðurfréttatíma þeirra kl 22 sama kvöld. Vindmerking þar sýndi spá um mun minni vindstyrk en Veðurstofan hafði gefið út. Veðurkort RÚV úr fréttum klukkan 22 sama dag og slysið átti sér stað. Orsakagreining nefndarinnar leiddi í ljós sex orsakir. Þær eru: ⁃ Mikil vindhviða eða vindstrengur feykti festivagninum og velti vagnlestinni ⁃ Farþeginn, sem lést, var ekki í spenntur í öryggisbelti ⁃ Ökumaðurinn hugði ekki nægjanlega að veðurviðvörun sem var í gildi á svæðinu ⁃ Ökumaðurinn vanmat hættu vegna létts farms festivagnsins í miklum vindi ⁃ Framsetning vindaspár á svæðinu í veðurfréttum RÚV var misvísandi ⁃ Veðuraðstæður á slysstað voru sennilega verri en spár gáfu til kynna Í tillögum nefndarinnar segir að í ljós hafi komið að rekstraraðili vörubifreiðarinnar, sem bílstjórinn var verktaki hjá, hafi ekki unnið öryggis- og heilbrigðisáætlun innan fyrirtækisins líkt og lög krefjast. Því er beint til veghaldara á slysstað að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að setja upp veðurstöð í grennd við slysstað. Sennilegt sé að veðurhæð þar hafi verið mun meiri en mæligögn úr næstu veðurstöðvum sýndu. Þá beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að útbúa fræðsluefni fyrir ökumenn um notkun veðurviðvarana, veðurspáa og annarra veðurgagna. RÚV er beðið um að yfirfara verklag við gerð veðurkorta þar sem að á veðurkorti þeirra sem ökumaðurinn skoðaði rétt fyrir slysið hafi verið með framsetningu sem gæti skapað misskilning hjá áhorfendum. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar í heild sinni hér.
⁃ Mikil vindhviða eða vindstrengur feykti festivagninum og velti vagnlestinni ⁃ Farþeginn, sem lést, var ekki í spenntur í öryggisbelti ⁃ Ökumaðurinn hugði ekki nægjanlega að veðurviðvörun sem var í gildi á svæðinu ⁃ Ökumaðurinn vanmat hættu vegna létts farms festivagnsins í miklum vindi ⁃ Framsetning vindaspár á svæðinu í veðurfréttum RÚV var misvísandi ⁃ Veðuraðstæður á slysstað voru sennilega verri en spár gáfu til kynna
Samgönguslys Skaftárhreppur Fjölmiðlar Veður Umferðaröryggi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira